Enn af áramótaveðri (froðan rennur)

Enn er hugað að áramótum. Við lítum snöggt (þeir sem vilja geta auðvitað starað úr sér augun) á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting og fleira á miðnætti á gamlárskvöld.

w-blogg301214a

Hér má sjá mjög opna stöðu. Risastór lægðarmiðja þekur mestallt Norður-Atlantshaf. Ískalt heimskautaloft streymir úr vestri út yfir hafið og mætir þar öllu hlýrra lofti úr suðri. Við Ísland er þó einhver óljós hroði - ekki vindur að ráði en töluverð úrkoma - og -5 stiga jafnhitalína í 850 hPa(strikalínur) liggur þvert yfir landið frá suðri til norðurs (á leið til austurs). 

Þetta er einmitt sá hiti sem veðurfræðingum þykir þægilegt að nota til að greina að snjó og regn - (en raunveruleikinn sinnir þægindum einhverrar fræðistéttar ekki neitt - alla vega ekki til lengdar). 

Sé úrkomusvæðið í kringum -5 stiga jafnhitalínuna á hraðri hreyfingu - utan af sjó - má e.t.v frekar giska á rigningu, sé úrkoman áköf hallast líkur að snjókomu. Sé hún klakkakennd - þannig að bjart sé á milli hryðja - er jafnvel möguleiki á frostrigningu - en það vilja menn síst af öllu. Að vanda látum við Veðurstofuna um að höndla raunveruleikann - en hungurdiskar reika sem fyrr um í draumaveröld reiknilíkana (tilbiðja þau samt ekki - munið það). 

Það er mesta furða hvað evrópureiknimiðstöðin er róleg yfir því sem fylgir á eftir - en skýtur að vísu nokkrum föstum skotum í átt til Bretlandseyja næstu daga á eftir - ameríkureikningar eru órólegri hvað okkur varðar. Sannleikurinn er hins vegar sá að vissara er að fylgjast vel með stöðunni - og vona jafnframt að nýtt ár færi okkur blíður á blíður ofan - og frið frá ófærð, skafrenningi og hálku (nema í skíðalöndum og á jöklum - þar má snjóa sem lystir). 


Bloggfærslur 30. desember 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 194
  • Sl. sólarhring: 245
  • Sl. viku: 1990
  • Frá upphafi: 2484870

Annað

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 1777
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband