Október undir međallagi

Eins og fram hefur komiđ í frétt á vef Veđurstofunnar (og á fjasbókarsíđu hungurdiska) var međalhiti í nýliđnum október undir međallaginu 1961 til 1990 bćđi í Reykjavík og á Akureyri. Ţetta eru mikil viđbrigđi frá ţví sem veriđ hefur hingađ til í ár. En neikvćđu vikin eru ekki stór - rétt svo ađ ţau nái ađ vera neikvćđ og var hiti raunar ekki undir međallagi um land allt. Sé landsmeđalhiti reiknađur kemur í ljós ađ hann var ţó neikvćđa megin viđ strikiđ, vikiđ er -0,06 stig, sem er ómarktćkt neikvćtt.

En í keppnisgreinum og metingi látum viđ aukastafi skipta máli. Hér ađ neđan er fjallađ um talningu neikvćđra mánađa á landinu frá 2001 til 2014. Fyrst skal ţess getiđ ađ öll árin 13 sem liđin eru eru ofan međalhitans 1961 til 1990 (og reyndar nokkur síđustu ár 20. aldar líka). 

w-blogg021114a 

Hér er taliđ hversu margir mánuđir hvers árs hafa veriđ undir međallagi. Flestir voru neikvćđu mánuđirnir í fyrra (2013), fjórir - oftast hafa ţeir veriđ tveir á ári (7 sinnum), ţrisvar 1 og tvisvar 3. Engin mánuđur var undir međallagi áriđ 2003. Alls eru mánuđirnir 27 á 14 árum (tveir gćtu enn bćst viđ). 

Neikvćđnin rađast misjafnt á almanaksmánuđina 12.

w-blogg021114b

Janúar, júlí og ágúst hafa aldrei veriđ undir međallagi á landinu í heild í ţessi 14 ár. Október hins vegar fimm sinnum. Um sérkennilega hegđun hans var fjallađ á dögunum í sérstökum pistli hungurdiska (6. október). Nćstneikvćđastir hafa febrúar og maí veriđ. 

Hegđan hitans síđustu 14 árin segir auđvitađ lítiđ sem ekki neitt um framtíđina. Ekkert bendir ţó enn til ţess ađ lát sé á hlýindunum miklu sem nú hafa stađiđ á annan áratug hér á landi.  


Norđaustanáttin í Grćnlandssundi

Kortiđ hér ađ neđan sýnir algenga stöđu. Ţađ gildir kl. 12 á hádegi sunnudaginn 2. nóvember. Mikill vindstrengur liggur úr norđaustri suđvestur um Grćnlandssund. Hann er kaldastur í miđju - en hlýrra er til beggja handa. 

w-blogg011114a 

Jafnhćđarlínur eru heildregnar og sýna hćđ 925 hPa-flatarins - (samkvćmt spá evrópureiknimiđstöđvarinnar). Hann er í um 600 metra hćđ nyrst á Vestfjörđum. Litir sýna hita í fletinum. Bláu litirnir í Sundinu eru ţrír, sá dekksti sýnir frost á bilinu -8 til -10 stig. Fjórđi blái liturinn kemst víst ekki lengra ađ ţessu sinni (sé ađ marka spána) ţví hlýtt sjávaryfirborđ hitar loftiđ baki brotnu. 

Ađ sögn er munur á sjávarhita og 925 hPa-hitans um 15 stig ţar sem mest er. Hiti fellur um 1 stig á hverja hundrađ metra í vel hrćrđu lofti. Vindurinn sem hér er um 25 til 30 m/s sér um hrćruna. Ţetta bendir til ţess ađ um 9 stiga munur sé á sjávarhitanum og ţví lofti sem nćst ţví liggur (15 - 6). Ađ sögn líkansins skilar ţessi munur (og vindur) hátt í 300 W á fermetra skynvarmaflćđi frá sjó í loft. 

Svona (međal annars) tapar sjórinn sumarvarmanum viđstöđulítiđ - en varmatap á sér einnig stađ viđ uppgufun og varmageislun. Á sunnudaginn - ţegar kortiđ gildir - segir líkaniđ ađ sjávaryfirborđiđ í Sundinu tapi meir en 200 W á fermetra viđ uppgufun. Loftiđ tekur viđ ţessum varma. Ritstjórinn hefur ekki upplýsingar um geislunarjafnvćgiđ - en ţađ er neikvćđast (sjávaryfirborđinu) í björtu veđri. Skynvarminn fer beint í ađ hćkka hita loftsins - en hvar dulvarminn losnar er ómögulegt ađ segja - kannski í skúrum eđa éljum sunnan til á Grćnlandshafi?

Nú - eins og sjá má nćr strengurinn hér inn á landiđ norđvestanvert og rétt fyrir ferđamenn og ađra sem háđir eru veđri ađ fylgjast međ spám Veđurstofunnar. 


Bloggfćrslur 1. nóvember 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1923
  • Frá upphafi: 2484922

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1716
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband