Austanátt - enn og aftur og áfram

Austlægar áttir hafa verið ríkjandi í október og líka þær norðlægu. Ekki virðist lát á því. Við lítum hér á 10 daga þrýsti- og þrýstivikaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar frá því um hádegi í dag (fimmtudag 30. október). Spáin er meðaltal dagana 30. október til 9. nóvember.

w-blogg311014a 

Neikvæð vik sunnan við land - en jákvæð yfir Grænlandi. Meginlægðasvæðið er svo nærri landi og lægðabeygja mikil að varla er hægt að reikna með þurru veðri vestanlands þrátt fyrir landáttina. Reiknimiðstöðin segir úrkomusummu þessa tíu daga vera yfir meðallagi um land allt og að fjórföld meðalúrkoma falli suðaustanlands. 

Þessi staða verður þó ekki uppi hvern einasta dag - áttin verður norðlægari um tíma. Austlægu áttirnar eru oftast hógværar hvað hita varðar - sjaldan mjög kaldar. Kannski hiti verði lengst af yfir meðallagi árstímans?


Bloggfærslur 31. október 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1939
  • Frá upphafi: 2484938

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1730
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband