Af fáeinum keðjumeðaltölum hita (endurtekið efni)

Við skulum nú rifja upp nokkur keðjumeðaltöl hita. Fyrst eru það 12-mánaða meðaltöl Reykjavíkur og Akureyrar síðustu 15 árin rúm en líka 120- og 360-mánaða keðjumeðaltöl Reykjavíkurhitans. Allt er þetta endurtekið efni hér á hungurdiskum (nema allra nýjustu tölurnar). 

Byrjum á 12-mánaða keðjumeðaltölum áranna frá 1999 til septemberloka í ár. Fyrst Reykjavík.

w-blogg301014a 

Tólf meðaltöl reiknast á hverju ári, ártalið er merkt við enda ársins, meðalhita mánaðanna janúar til desember. Síðasta talan á við um október 2013 til september 2014. Hlýindin á árunum 2002 til 2004 vekja alltaf athygli þegar þessi mynd er sýnd.

Næsta mynd sýnir það sama fyrir Akureyri.

w-blogg301014b 

Hún er nærri því alveg eins og Reykjavíkurmyndin - nema hvað árið í ár er komið upp fyrir allt nema efsta toppinn 2003. 

En þetta er auðvitað aðeins bútur af heildarmynd mælitímabilsins. Næsta mynd sýnir 120-mánaða hitameðaltöl Reykjavíkur.

w-blogg301014c

Hér sjást hlýndi fyrstu ára 21. aldarinnar sérlega vel. Ekkert lát er enn á þeim. Við megum taka eftir því að hlýnunin frá neðsta 10-ára botninum um 1980 og upp á toppinn eru um 1,6 stig - á 30 árum. Ef svona heldur áfram myndi hitinn um næstu aldamót (2100) vera kominn upp fyrir 10 stig. Hverjir vilja taka mark á því? - Hlýnunin mikla á 3. áratug 20. aldar var orðin um 1,2 stig áður en sveigði til flatneskju - en sú flatneskja stóð í um 30 ár. Komi flatneskja nú - skyldi hún líka standa í 30 ár? - Og hvað svo?

Síðasta myndin sýnir 360-mánaða meðaltölin á sama hátt.

w-blogg301014d

Síðasta 30-ára lágmark var um 1990 (hitti vel í meðaltalið 1961 til 1990 - jafnvel og meðaltalið 1931 til 1960 hitti vel í næsta 30-ára hámark á undan). Hlýnunin síðan er um 0,6 stig (á 25 árum). Við skulum ekkert vera að framlengja hana hér - en gerið það gjarnan í huganum. 

Það hlýnar samfellt frá upphafi línuritsins fram undir 1960 - en greinilegur vendipunktur er samt um 1920 - þá bætir mjög í hlýnunarhraðann. Árin 25 frá 1920 til 1945 hlýnar um 0,8 stig eða svo - og síðan um 0,2 stig eftir það.

Hlýnunin frá upphafi fram til kalda lágmarksins 1990 er um 0,6 stig, á 100 árum. Er það hin undirliggjandi hlýnun?

Minnt er á fjölda eldri pistla á hungurdiskum um nákvæmlega sama efni - í þeim má finna frekari vangaveltur og þankaþanka. Sá nýjasti er líklega sá sem færður er á 1. júní.


Bloggfærslur 30. október 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1934
  • Frá upphafi: 2484933

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1725
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband