Falleg lægð

Nú er risastór lægð langt suðvestur í hafi - einmitt upp á sitt besta. Við lítum á gervihnattamynd á miðnætti mánudagskvöldið 13. október.

w-blogg141014a

Þetta er hitamynd fengin af vef Veðurstofunnar. Þrýstingur í lægðarmiðju er um 950 hPa. Við sjáum að nærri miðjunni eru að myndast litlir sveipir - einkenni þess að stóra hringrásin í kringum lægðarmiðjuna er að detta í sundur í nokkrar minni. Hvað verður úr slíku vitum við ekki í smáatriðum. Lægðarmiðjan hreyfist nú hægt til austurs.

Skýjasveipur lægðarinnar er risastór og hvítur liturinn sýnir að hann er mjög hátt í lofti (kaldur), reyndar alveg upp undir veðrahvörfum. Í norðurjaðri sveipsins er vestanátt í veðrahvarfahæð og skýin ber til austurs. En jafnframt því bólgnar sveipurinn út ofantil og munu háskýin ná alveg til Íslands og jafnvel lengra á morgun (þriðjudag). Litið vitum við þó af lægðarhringrásinni í neðri lögum nema hvað austanátt mun smám saman aukast sunnan við land næstu daga - og síðan einnig norðar.

Evrópureiknimiðstöðin gerir ekki ráð fyrir því að alvöruúrkomubakki komist hingað til lands fyrr en á laugardag - en sjálfsagt verða einhverjir minni úrkomugarðar á ferðinni nærri Suðurlandi og einhver úrkoma verður í hafáttinni austanlands.

Seinni myndin sýnir sama kerfið og gildir á sama tíma og myndin.

w-blogg141014b 

Kortið sýnir mættishita í veðrahvörfunum, það er hversu hlýtt loft yrði ef það væri dregið niður undir sjávarmál (í 1000 hPa þrýsting). Einingin er Kelvinstig (kvarðinn til hægri batnar við stækkun myndar), 300 K = 27°C. Mættishiti er hár í skýjasveipnum, við sjáum að gulbrúni liturinn fylgir honum nokkurn veginn - en köld tunga að norðan læðist til suðurs og inn í miðja lægðina. Blái (kaldi) bletturinn við Grænlandsströnd sýnir kuldapollinn sem færði okkur frostið - og er nú að hörfa aftur. 

En þetta háskreiða loft mun sum sé leggjast yfir okkur næstu daga - án þess að við verðum mikið vör við - og smám saman hlýnar aftur. 


Bloggfærslur 14. október 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1939
  • Frá upphafi: 2484938

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1730
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband