Enn aumara

Eftir sumargæðaumfjöllun Morgunblaðsins í dag (föstudag 27. september) var spurt hvers vegna september væri þar ekki talinn með öðrum sumarmánuðum. Því er helst til að svara að einkunnakerfið hentar ekki september - sólarlítill hlýindamánuður með meðalúrkomu, kannski sá besti af bestum yrði skotinn í kaf af sólríkum, úrkomulitlum kuldamánuðum. Að þessu leyti er september því öðru vísi en hinir sumarmánuðirnir - hvað Reykjavík varðar.

Um hásumarið (júlí og ágúst) fer þar gjarnan saman bjart veður og hlýindi - en á öllum öðrum tímum árs eru þungbúnustu mánuðirnir þeir hlýjustu. Ef allar sanngirni er gætt er september varla hæfur með hinum mánuðunum. En öll einkunnagjöfin er auðvitað leikur - og ber ekki að taka alvarlega.

Ritstjórinn hefur þó til gamans reiknað út einkunn núlíðandi septembermánaðar og reynist hún vera fjórir (af 16 mögulegum), til viðbótar þeim 9 sem voru áður komnir (sjá pistil dagsettan 2. september þar er tengill í skilgreiningarpistilinn). Þetta gerir samtals 13 sumarstig af 64 mögulegum. Svo lága einkunn hefur ekkert sumar fengið síðan 1989 en þá skutust 12 stig á blaðið. En septembermánuðir undanfarinna ára eru ekki mjög háir, september 2007 fékk aðeins 2 stig. Þá voru hins vegar 37 stig í pottinum úr fyrri mánuðum sumarsins - en 9 nú eins og áður sagði.

En einnig er hægt að búa til einkunn fyrir sumarið í heild með sérstakri sameiginlegri fimmtungagreiningu. Þá fyrst versnar í því, hæsta mögulega einkunn er 16 stig. Sumarið 2013 skrapar upp eitt - fyrir það að hitinn var ekki alveg niður í botni. En samkeppnin á botninum er nokkuð hörð, sumarið 1989 fær núll og 1983 auðvitað líka. Fimm önnur sumur eru með 1 stig eins og það sem nú er að líða: 1923, 1925, 1969 og 1984. Fjögur landsfræg sunnlensk rigningasumur fá tvö stig: 1955, 1959, 1972 og 1976. Sumarið 2013 er greinilega í úrvalshópi. Hvort það er maklega látum við liggja á milli hluta að sinni.


Bloggfærslur 28. september 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 257
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1465
  • Frá upphafi: 2486374

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 1283
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband