2.9.2013 | 00:04
Og Reykjavíkursumarið lenti í ...
Í júnímánuði fjallaði ritstjóri hungurdiska um meting um sumargæði - eða sumarhrak. Þar voru í skemmtunarskyni notaðar tvær mismunandi aðferðir til röðunar. Önnur aðferðin var kynnt í pistli þann 20. júní og kennd við sumardagatalningu. Hin birtist viku síðar og byggði á mánaðarmeðaltölum hita, fjölda úrkomudaga, mánaðarúrkomu og mánaðarsólskinsstundafjölda. Út frá þessu var gæðaeinkunn sumarsins reiknuð. Sumardagatalningin náði reyndar til ársins alls en gæðakvarðinn aðeins til mánaðanna júní, júlí og ágúst.
Hér verður ekkert fjallað um skilgreiningar - aðeins vísað í fyrri pistla og sterklega mælt með því að lesendur kynni sér leikinn frá grunni.
En hvernig kemur sumarið 2013 þá út í Reykjavík? Skemmst er frá því að segja að það var harla dauft og fær aðeins 9 stig í gæðaeinkunn. Til samanburðar má geta þess að meðaltal síðustu 10 áranna næst á undan er 33.stig Meðaltalið 1961 til 1990 er 20 stig. Þetta mat nær aftur til 1923, versta sumar alls tímabilsins fékk núll stig, það var 1983 en 2009 fékk flest, 41 stig.
Sumarið 2013 er í fimmta til sjötta neðsta sæti frá og með 1923. Lægri eru aðeins áðurnefnt 1983 og auk þess 1984 og 1925 (með 6 í einkunn) og 1976 (8 í einkunn), 1923 er með 9 stig eins og sumarið í ár. Með 10 stig eru 1989, 1975 og 1955, ómarktækt lægri en sumarið sem við nú höfum upplifað.
Sé litið á einstaka mánuði fékk júní 3 stig (af mest 20) og hafa ekki verið jafnfá í þeim mánuði síðan 1999, júní 2006 var með 4 stig. Júlímánuður var með 4 stig, það lægsta síðan 2001 - en sá júlí fékk þrjú stig. Ágústmánuður var lakastur allra með aðeins 2 stig og þarf að fara allt aftur til 1995 til að finna annan jafnslakan.
En hvernig kemur þá sumardagatalningin út? Hafa verður í huga að hún var býsna hörkuleg og allmargir sannarlegir góðviðrisdagar í Reykjavík 2013 náðu ekki inn á listann. Það var yfirleitt vegna þess að hiti var ekki nægilega hár. Rifjum upp að sumardagarnir töldust 50 í fyrrasumar, 2012, og meðaltal síðustu 10 ára (2003 til 2012) er 39 dagar.
Fjöldinn í ár er 13. Auðvitað er aðeins hugsanlegt að einhverjir bætist við í september en þegar haft er í huga að meðaltalið fyrir september 1961 til 1990 er 0,4 er ólíklegt að um það geti munað. Spár fyrir næstu viku gera líka ráð fyrir áframhaldandi garganda.
En þótt 13 sé aumingjaleg tala er hún þó jöfn meðaltalinu 1961 til 1990. Það þýðir að finna má haug af árum þegar sumardagarnir voru færri en nú. Fæstir voru þeir 1983, aðeins einn sumardagur skráði sig það árið. En sumardagar (samkvæmt skilgreiningu hungurdiska) hafa ekki orðið færri en nú síðan 1996 - þá voru þeir 10.
Á Akureyri urðu sumardagarnir í ár 39 (þar eru hins vegar að meðaltali þrír sumardagar eftir við lok ágústmánaðar. Meðalfjöldi sumardaga á Akureyri 1961 til 1990 er 36 (september þá innifalinn). Sumarið 2013 er sum sé yfir því meðaltali. Sumardagar voru færri á Akureyri sumarið 2011 heldur en nú.
Munið að hér er um leik að ræða en ekki mat á hnattrænum umhverfisbreytingum af mannavöldum eða af öðrum ástæðum. Sömuleiðis er hér nær eingöngu átt við ástandið í Reykjavík en lítið um aðra landshluta - og nákvæmlega ekkert um Austurland.
Bloggfærslur 2. september 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 4
- Sl. sólarhring: 260
- Sl. viku: 1311
- Frá upphafi: 2486379
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1159
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010