Örsmár moli um hita (kulda öllu heldur)

Ritstjórinn var spurður um það á dögunum hvenær að hausti hiti hefði fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi. Svarið er 9. september. Árið var 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, greip veðurstöðin í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borðinu. Vindur snerist síðan til norðurs og komið var harðahaust.

En Sandbúðir eru hátt á fjöllum. Hvenær er fyrstu -10 stigin að finna í byggð? Svarið er 18. september. En langt er síðan, 121 ár, í september 1892 og á Raufarhöfn. Ekki var lágmarkshitamælir á staðnum og því er líklegt að hitinn hafi farið enn neðar en þau -10,5 sem rituð voru í athugunarskýrsluna. Árið 1892 var eitt hið kaldasta sem mælst hefur hérlendis og ekkert jafnkalt eða kaldara hefur komið síðan.

En með fjölgun veðurstöðva á fjöllum ýtir undir það að við eigum eftir að fá að sjá enn lægri tölur um miðjan september í framtíðinni því kuldamet mánaðarins eru miklu lægri. Á botni lágmarka eru -19,6 stig sem mældust í Möðrudal þann 27. árið 1954 og -16,1 stig í Reykjahlíð við Mývatn 26. september 1943. Þetta eru stöðvar í byggð.


Bloggfærslur 14. september 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 253
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 1461
  • Frá upphafi: 2486370

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 1280
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 183

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband