Botninn sleiktur

Eins og getið var um á þessum vettvangi fyrir nokkrum dögum var dægurlágmarksmet fyrir byggðir landsins slegið aðfaranótt þess 1. ágúst. Aðfaranótt þess 5. var landslágmarksmet þess dags jafnað þegar hiti á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum fór niður í -1,6 stig. Þetta síðara met lá reyndar vel við höggi því það er ívið hærra heldur en met þeirra daga sem næst liggja.

Síðastliðna nótt (aðfaranótt þriðjudags þ.6.) fór lágmarkshitinn býsna neðarlega í Reykjavík, mældist 4,2 stig á mönnuðu stöðinni. Það er óvenjulágt lágmark í Reykjavík í fyrri hluta ágústmánaðar og mun t.d. vera það lægsta á þessum ákveðna degi í meir en 60 ár og ekki langt frá dægurmeti mannaðra en það er 3,8 stig - frá flatneskjusumrinu 1921. Ágúst það ár á líka dægurlágmarksmet í Reykjavík þann 8. og þann 10. auk þess 6.

Á sjálfvirku stöðinni á Veðurstofutúni fór lágmarkshitinn reyndar niður í 3,9 stig - nærri því niður í metið, sama lágmark mældist á hinni sjálfvirku stöðinni á Túninu. Á sjálfvirku stöðinni á flugvellinum fór lágmarkshitinn niður í 2,2 stig.

Óvenjuþurrt var í Reykjavík nóttina köldu og daggarmark undir -2°C, frost var við jörð sums staðar í borginni. Þegar þetta er skrifað rétt eftir miðnætti á þriðjudagskvöldi er hitinn á veðurstofutúni kominn niður í 7,5 stig - það sama og var sólarhring áður - og enn er léttskýjað. Daggarmark er hins vegar um +5 stig - það dregur úr líkum á því að jafnkalt verði í nótt og þá fyrri - nema að nýtt og þurrara loft streymi niður úr heiðalöndunum umhverfis borgina.


Bloggfærslur 7. ágúst 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 2486393

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband