Augun hvarfla oft til norðurskautsins

Þessa dagana hvarfla augu ritstjórans oft í átt til norðurskautsins og kuldans sem þar er á ferðinni. Minnst var á hann fyrir nokkrum dögum og í dag lítum við á annað norðurslóðakort sem sýnir sama kulda nema hvað hiti í 850 hPa-fletinum er í forgrunni (litafletir) ásamt sjávarmálsþrýstingi (heildregnar línur). Kortið er úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir kl. 18 þriðjudaginn 6. ágúst.

w-blogg080813a

Örin bendir á Ísland. Á ljósgræna svæðinu við norðaustanvert Ísland er hitinn í 850 hPa á bilinu -2 til -4 stig (í um 1500 metra hæð). Þetta er kaldasta svæði kortsins utan heimskautaslóða. Lítill ámóta kaldur blettur er við vestanverðan Hudsonflóa - en hann á að hverfa þaðan. Óvenju hlýtt er nú yfir kanadísku heimskautaeyjunum - þar er ábyggilega mikill gangur á ísbráðnun.

Á móti er óvenju kalt í Norðuríshafinu og ísbráðnun minni en vænta mætti miðað við undanfarin ár - ekki er þó útséð um það. Athuganir við sjávarmál benda þó til þess að hiti við sjávarmál sé víðast hvar við frostmark. Djúp lægð er yfir Íshafinu - en þó mun minni heldur en risalægðin sem þar gekk yfir um þetta leyti í fyrra og sendi bráðnandi ís út og suður.

Nú er spurningin hvort þessi norðurslóðakuldi telst til leifa síðasta vetrar - eða hvort hér er næsti vetur að byrja að gera vart við sig.


Bloggfærslur 6. ágúst 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 2486393

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband