9.7.2013 | 01:24
Hlýjasta loft ársins
Nú er spurningin hvort spurningarmerki eigi að fylgja í fyrirsögninni - eða hvort bæta á við - til þessa? Sum ár hafa runnið sitt skeið án þess að jafnhlýtt loft hafi farið yfir landið og það sem fara á yfir á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku. En - þótt hlýtt loft fari hjá er ekki þar með sagt að þess gæti niður til okkar.
En þykktarkort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á þriðjudagskvöld lofar góðu.
Jafnþykktarlínur eru svartar og heildregnar, en litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Mjög hlýtt loft er yfir öllu landinu, hlýjast er það austanlands þar sem þykktin er yfir 5600 metrum. Á góðum degi dugar það í 25 til 27 stiga hámarkshita - en til að svo megi verða þarf vind, hann þarf að standa af landi - og ef vindur er hægur þarf að vera glampandi sólskin til að framkalla þessar háu tölur.
Mættishitaáhugamenn (þessir þrír) mega vita að hæsti mættishiti í 850 hPa sem enn fréttist af í spám fyrir þriðjudag og miðvikudag er 26,3 stig. Þá yfir Austurlandi á miðvikudag.
Hvort það tekst vitum við ekki - en fylgjumst vel með. Þótt líka sé hlýtt yfir Suður- og Vesturlandi er hár hiti ólíklegri þar vegna áhrifa sjávar og skýjahulu, en það er samt aldrei að vita nema einhverjir staðir á þeim slóðum verði útvaldir - ólíklegt þó.
Vindur verður að sögn reiknimiðstöðva heldur meiri á miðvikudag heldur en þriðjudag þannig að þótt þykktin minnki lítillega verða líkur á 25 stigum litlu minni þá heldur en á þriðjudeginum. Auk þess á Austurland enn möguleika á háum tölum á fimmtudaginn - en þá eru síðustu forvöð að sinni. Þá um kvöldið ryðst mun kaldara loft inn á svæðið úr vestri. Föstudagsþykktarspána má sjá á kortinu hér að neðan. Það lítur ekki vel út og umskiptin gríðarleg.
Kortið gildir kl. 6 að morgni föstudags. Þykktin er aðeins 5300 metrar við Vestfirði - á vondum degi dugar það í snjó á fjöllum - verði einhver úrkoma á annað borð. Þrjúhundruð metrar skilja að 5600 og 5300 metra. Á hitamæli samsvarar það 15 stiga hitafalli. Hitafallið í 850 hPa er ámóta, +12 stig á miðvikudag yfir í mínus 3 á fimmtudag. Niðri við jörð er meira hóf í hitafallinu.
Fimmtudags-föstudagslægðin er því leiðinleg - ekki er þó spáð miklum vindi - en einhverri úrkomu. Síðan kemur næsta lægð að sögn strax á laugardag - eftir það greinir reiknimiðstöðvar á um framhaldið.
Bloggfærslur 9. júlí 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 147
- Sl. sólarhring: 327
- Sl. viku: 1454
- Frá upphafi: 2486522
Annað
- Innlit í dag: 141
- Innlit sl. viku: 1296
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 138
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010