Ţrjár lćgđir - sjö dagar

Ţar sem má gera ráđ fyrir um ţađ bil tveimur dögum á lćgđ eru ekki margir dagar eftir til annars en afgreiđslu á ţeim. En svona er nú matseđillinn frá föstudegi 5. júlí til fimmtudagsins 11.

Kortiđ ađ neđan gildir um hádegi á sunnudag og sýnir 500 hPa hćđ auk ţykktar og iđu (í bođi evrópureiknimiđstöđvarinnar). Jafnhćđarlínur eru svartar og heildregnar, en rauđar strikalínur sýna ţykktina, bleikgráir blettir sýna iđuna (en viđ höfum ekki áhyggjur af henni hér).

w-blogg050713a

Föstudagslćgđin er ţarna komin langleiđina til Svalbarđa. Hún er gerđarlegust lćgđanna ţriggja, reyndar međ allra dýpstu háloftalćgđum á ţessum árstíma hér viđ land. Sjávarmálsţrýstingur er ţó ekki nćrri meti - ţví fremur kalt er í lćgđarmiđjunni sem fer hratt hjá. Snjóa á í fjöll norđanlands í norđanáttinni á laugardagskvöld - kannski niđur í 400 til 600 metra. Hríđinni fylgir hvassviđri eđa stormur á fjöllum. En ţađ gengur fljótt yfir.

Nćsta lćgđ er miklu grynnri og er á kortinu á Grćnlandshafi. Hún fer yfir á mánudag. Sunnudagurinn gćti orđiđ allgóđur víđa um land - en hvar vinningar birtast í ţví happdrćtti vita hungurdiskar ekki.  Á kortinu má sjá smálćgđ langt suđur í hafi og gćti hún orđiđ til ţess ađ draga úrkomuna til suđurs ţannig ađ lćgđarmiđjan fari yfir landiđ sunnanvert eđa jafnvel sunnan viđ á mánudaginn. Ţađ eykur líkur á vćnum dagpörtum.

Ţegar mánudagslćgđin er komin hjá gengur hćđarhryggur yfir landiđ. Sumar spár segja ađ honum fylgi talsvert hlýrra loft en ţađ sem leikiđ hefur um okkur ađ undanförnu. Hćsta tala sem sést yfir landinu í spá evrópureiknimiđstöđvarinnar frá hádegi í dag (fimmtudag) er 5600 metrar - ţá yfir Austurlandi seint á ţriđjudagskvöld. Vćri ţađ á hádegi í léttskýjuđu veđri myndi ţađ duga í 25 til 27 stiga hita - en hér er allt á hrađferđ og um miđja nótt ţannig ađ ekki lítur allt of vel út međ ađ viđ sjáum slíkar tölur. Síđan á ţykktin ađ hrapa um 250 metra (12 stig) fram á fimmtudag ţegar fimmtudagslćgđin fer hjá. Sú er leiđinleg sé ađ marka spár - en ekki eins djúp og sú fyrsta af ţessum ţremur.

Svo bíđa fleiri lćgđir - en ţađ er allt í óljósri framtíđ.


Bloggfćrslur 5. júlí 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 147
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 1454
  • Frá upphafi: 2486522

Annađ

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1296
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband