Hæsti hiti ársins (til þessa)

Mjög hlýtt var norðaustanlands i dag (sunnudaginn 21. júlí) og var hiti á mörgum stöðvum sá hæsti á árinu til þessa - en Vestur- og Suðurland situr enn eftir og gengur illa að rjúfa 20 stiga múrinn. Hæsti hitinn í dag mældist í Ásbyrgi, 26,4 stig.

Í viðhenginu er listi yfir hæsta hita ársins til þessa á sjálfvirkum veðurstöðvum og geta nördin gert sér hann að góðu og leitað að sínum uppáhaldsstöðvum. Í viðhenginu er einnig listi yfir hæsta hita hvers dags það sem af er ári.

Nú er spurning hvort hlýindin nái líka til Suður- og Vesturlands í vikunni. Mánudagurinn er mögulegur en þriðjudagur og miðvikudagur eru þó taldir líklegastir. Hafgolan er þó ágeng við sjávarsíðuna og býsna tilviljanakennt hvar hún heldur hámarkshitanum í skefjum.

Svo sýnist sem meðalhitinn í Reykjavík það sem af er mánuði sé kominn í rétt rúm 10 stig en með því fylgist nimbus í sínu góða skjali.

Viðbót 22. júlí (mánudag):

Hlýindin halda áfram. Í dag (mánudag) náðu 39 sjálfvirkar veðurstöðvar hæsta hita ársins til þessa. Þar á meðal var slæðingur af stöðvum á Suðurlandi sem ættu að geta gert enn betur næstu daga enda er varla boðlegt að kominn sé 22. júlí og hiti í uppsveitum á þeim slóðum ekki búinn að ná 20. stigum. En listi dagsins er í nýju viðhengi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 22. júlí 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 148
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 1455
  • Frá upphafi: 2486523

Annað

  • Innlit í dag: 142
  • Innlit sl. viku: 1297
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband