Sumarkort úr heiðhvolfinu

Mánuður er nú síðan við litum á ástandið í heiðhvolfinu og hollt að líta á það aftur - jafnvel þótt nærri því enginn hafi áhuga. Von er þó að þeir séu fleiri en ritstjórinn einn.

w-blogg090613

Kortið er úr smiðju bandarísku veðurstofunnar og sýnir hæð 30 hPa-flatarins og hita í honum sunnudaginn 9. júní kl. 12. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en hiti sýndur með litaflötum. Dekksti brúni liturinn sýnir hita á bilinu -38 til -42 stig. Þrengsta jafnhæðarlínan sýnir 24,4 km.

Þetta er allt mjög stílhreint - hlý hæð við norðurskautið teygir anga sína allt suður undir hitabelti. Austanátt er um allt hvelið. Þetta er sá tími árs sem heiðhvolf og veðrahvolf vita minnst af hvort öðru. Í veðrahvolfinu er vestanátt ráðandi allt árið. Hún slaknar mjög á sumrin - en hverfur ekki. Yfir veturinn er vestanátt í báðum hvolfum. Þá geta atburðir hvors hvels um sig haft áhrif í hinu. Það sáum við svo aldeilis síðastliðinn vetur og var um það fjallað nokkrum sinnum hér á hungurdiskum.

Fyrir norðan heimskautsbaug skín sól nú allan sólarhringinn og hitar loftið (aðallega óson) og hitamynstrið verður eins og það er. Í stærstu veðurlíkönum er reynt að herma myndun, eyðingu og ferðir ósons. Þessar spár eru síðan notaðar til ábendinga um hæfilega notkun á sólaráburði við útiveru. Slíkar ábendingar eru enn ekki gefnar út hér á landi - en e.t.v. ætti að gera það.

Næsta hvolf ofan við heiðhvolfið heitir miðhvolf. Heiðhvörf eru á milli ofan við miðhvolf eru miðhvörf. Þar myndast hin fögru silfurský á sumrin. Þau sjást ekki hér á landi vegna birtu fyrr en eftir 25. júlí. Þær sérlega athyglisverðu fréttir bárust á dögunum að nú hafi orðið vart við þau í fyrsta skipti 13. maí - viku fyrr en nokkurn tíma áður svo vitað sé. Enn einn vísir um veðurfarsbreytingar.


Bloggfærslur 9. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 71
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 1812
  • Frá upphafi: 2466933

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1660
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband