3.6.2013 | 00:41
Af hlýju lofti (hve hlýju?)
Eins og gefið hefur verið í skyn í veðurspám er líklegt að hiti fari í meir en 20 stig á landinu á morgun (mánudag) og þriðjudag. Áherslu verður þó að leggja á að enn (á sunnudagskvöldi) er um spá að ræða. Lítum fyrst á gervihnattarmynd frá því kl. 22 á sunnudagskvöld.
Útlínur landa eru sýndar með grænum lit. Myndarleg lægð er suðvestur í hafi, um 979 hPa í miðju. Hún þokast norður á bóginn en á að grynnast í nánast ekkert áður en hingað til lands er komið á fimmtudag. Öflug hæð er á norðurleið yfir Bretlandseyjum. Sumar spár segja hana ná 1038 hPa úti af Norður-Noregi á þriðjudag - það væri frekar óvenjulegt.
En milli lægðar og hæðar er öflug sunnanátt og verður víða allhvasst eða hvasst hér á landi þegar hún nær til landsins. Aðalspurningin fellst í því hvort eða hvenær kuldaskil fara yfir landið. Yfirleitt þegar vindur snýst úr austri í suðaustur og síðan suðurs heldur snúningurinn áfram yfir í suðvestur eða vestur. Loftþrýstingurinn fellur þá mest í suðaustanáttinni, hægir síðan á í sunnanáttinni, en stígur síðan í suðvestanáttinni.
Að þessu sinni gæti verið að þegar vindurinn er kominn í suður snúist hann ekki í suðvestur heldur leiti aftur í suðaustur og þá með hækkandi þrýstingi. Vestanloftið lætur standa á sér - tefst um sólarhring eða svo. Það er ágætt - en hlýjasta loftið þýtur áfram til Norður-Noregs.
Það er heldur leiðinlegt að hæsti mættishitinn fer hjá landinu um miðja nótt. Það sést á spákortinu hér að neðan. Það er reiknað af evrópureiknimiðstöðinni.
Þetta er kl. 3 á aðfaranótt þriðjudags. Mættishitinn (litafletir) er meiri en 20 stig yfir öllu landinu norðan- og austanverðu. Hæsta talan sem sést er 24,8 stig. Ef ekki er því hvassara er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Kl. 3 að nóttu aðstoðar sólin nákvæmlega ekki neitt. Það má sjá á skynvarmaspánni hér að neðan.
Hér er allt í mínus. Landið kælir allt loft sem yfir það streymir. En mjög hlýtt loft verður yfir landinu lengur og þegar sól hækkar á lofti hitar hún landið og það fer að hita loftið og verði léttskýjað á þriðjudaginn gæti hiti farið vel yfir 20 stig, kannski á miðvikudaginn líka - kannski líka víðar á landinu. Það má alla vega vona. En svo kemur vestanloft að sögn.
Bloggfærslur 3. júní 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 71
- Sl. sólarhring: 163
- Sl. viku: 1812
- Frá upphafi: 2466933
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 1660
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010