Myndarleg lægð

Lægðin sem stefnir hingað að kvöldi 17. júní er nokkuð djúp. Þrýstingi í lægðarmiðju er spáð niður fyrir 980 hPa á þriðjudaginn. Svo djúpar lægðir koma ekki að landinu á hverju ári í júnímánuði.

Spár eru ekki sammála um hversu lágt þrýstingurinn fer hér á landi - en hann gæti þó orðið lægri heldur en síðan 2002 - í júnímánuði að segja. Þá gerði eftirminnilegt illviðri einmitt þann 18. júní og segja sumir að þar með hafi sumrinu lokið það árið - því það stórsá á gróðri.

Fyrri hluti júnímánaðar 2002 var fádæma góður og náði hiti í Reykjavík þá 22,4 stigum - einstakt svo snemma sumars.

Lægðin núna verður vonandi ekki nærri því svo slæm en við sjáum þó á kortinu hér að neðan að þrýstilínur eru þéttar sunnan og suðaustanvið lægðarmiðjuna. Vindur þar gæti farið í 15 til 20 m/s þar sem mest er.

w-blogg170613a

Kortið er fengið úr hirlam-reiknilíkaninu og gildir kl. 9 á þriðjudagsmorgni 18. júní. Þrýstilínur eru dregnar með 2 hPa bili og þrýstibratti sýnist því meiri heldur en er á kortum þar sem 4 eða 5 hPa eru notuð milli lína - en það er algengast.


Bloggfærslur 17. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 57
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 1798
  • Frá upphafi: 2466919

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1647
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband