Daufur 17. júní ?

Varla er hægt að segja að veðurspá fyrir þjóðhátíðardaginn sé vond - kannski veðrið komist nálægt því að vera svosem ekki neitt. Hafátt er sjaldan hlý um hásumar sé jafnframt skýjað. Svo eru líkur á síðdegisskúrum inn til landsins. Íbúar Norður- og Austurlands eru að sögn heldur betur settir - e.t.v. nægir suðvestanáttin þar til að halda þokuloftinu úti á sjó - fari svo verður hiti þar meiri en 15 stig þar sem best lætur. En lesendur eru hvattir til þess að lesa textaspár á vef Veðurstofunnar - á þeim bæ er fylgst mun betur með heldur en hér á hungurdiskum.

En við lítum samt á hefðbundið spákort sem gildir kl. 15 síðdegis þann 17. júní.

w-blogg160613

Þarna má sjá að sunnanátt er spáð yfir landinu í heild - von til þess að hún verði hafgolubani nyrðra. Sjá má lægð á suðvestanverðu Grænlandshafi, sú hreyfist austur og þess vegna fylgja henni engin hlýindi. Þau virðast ekki heldur eiga að fylgja lægðinni þar á eftir (yfir Austur-Kanada á kortinu) því hún á að fara svipaða leið og sú fyrri síðar í vikunni.

Hlýtt loft er víðs fjarri. Það má þó sjá yfir Alpalöndum á kortinu - hiti í 850 hPa er þar yfir 20 stig. Svo virðist sem mjög snörp hitabylgja sé í pípunum þar um kring því þykkt er spáð upp undir 5760 metra um og fyrir. En hún stendur e.t.v. ekki nægilega lengi við til að met fari að falla.


Bloggfærslur 16. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 1780
  • Frá upphafi: 2466901

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1632
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband