Af íslenska monsúntímanum

Loftþrýstingur á Íslandi er að jafnaði hæstur í maí (þótt hæstu einstök gildi ársins leiti ekki í þann mánuð). Sömuleiðis eru sólskinsstundir þá einnig flestar að meðaltali og úrkoma minnst. Á árunum 1961 til 1990 hagaði þannig til að loftþrýstingur féll að meðaltali snögglega upp úr 10. júní, þá dró ský fyrir sólu á sunnaverðu landinu og bætti í úrkomu. Þetta kemur sérlega skýrt fram á myndum sem sýna þrýsting og sólskinsstundafjölda.

Við lítum nú á þær myndir.

w-blogg120613a

Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting í hPa en sá lóðrétti er merktur með dagi ársins. Þarna sést vel að þrýstingur var að meðaltali hæstur 27. maí og nærri því eins hár 9. júní. Myndin sýnir snöggt fall erfir það og áberandi dæld kemur í línuritið. Lítum líka á sólskinsstundafjöldann.

w-blogg120613b

Hámarkið í maí er áberandi og sömuleiðis dældin mikla - sem nær lágmarki 17. júní. Dældin er ámóta áberandi hér og í þrýstiritinu. Þetta fyrirbrigði hefur (bæði til gamans og í alvöru) verið kallað íslenski monsúninn. Alla vega kom það mjög heim og saman við veðurtilfinningar þessara ára. Fáeinir kaldir sólardagar komu í maí og byrjun júní, en síðan dró ský fyrir sólu og fór að rigna. Oftast urðu sólskinsdagar sumarsins fáséðir eftir það - eða svo segir minningin.

En hvernig skyldi þetta hafa verið síðustu 20-árin?


Bloggfærslur 12. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 1783
  • Frá upphafi: 2466904

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1635
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband