Hlýr dagur

Mánudagurinn (10.júní) var hlýr á landinu, hlýjasti dagur ársins á um 40 prósentum allra veðurstöðva á landinu þar á meðal Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði þar sem hitinn komst í 22,8 stig á sjálfvirku stöðinni [21,5 á þeirri mönnuðu]. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er ári.

Í Reykjavík mældist einnig hæsti hiti ársins til þessa, 17,7 stig á sjálfvirku stöðina við Veðurstofuna. Á Reykjavíkurflugvelli fór hitinn í 18,2 stig, 18,1 á Geldinganesi og einnig 18,1 á Skrauthólum.

Í viðhenginu er listi um hæsta hita það sem af er ári á öllum sjálfvirkum stöðvum, raðað er frá hæsta hámarkshita til þess lægsta. Hiti hefur enn ekki farið upp fyrir 7,8 stig á Þverfjalli - vestra, komst hæst í þá tölu í gær, sunnudaginn 9. Listann geta áhugasamir límt inn í töflureikni og raðað honum þar að lyst.

Sé farið í saumana á listanum kemur í ljós að á honum eru nokkrar eftirlegukindur. Einkennilegust þeirra er talan frá Dalatanga, 15,7 stig. Svo hátt fór hitinn þar 1. mars en ekki hærra síðan. Engin stöð liggur eftir með hæsta hita ársins í apríl, en níu stöðvar eiga enn eftir að gera betur heldur en hámark maímánaðar.

Þar má t.d. sjá Grindavík, Bláfjöll, Stórhöfða, Surtsey og Skarðsfjöruvita - suðurströndin á greinilega eftir að bæta sig. Talan á Skálafelli frá 8. maí er einkennilega há en hefur ekki enn verið afskrifuð. Sama má segja um töluna af Seljalandsdal frá 9. maí - hún er mjög grunsamleg.

Ekki er gert ráð fyrir því að næstu dagar verði jafngæfir á hita og dagurinn í dag. Vel má þó vera að sumar veðurstöðvar geri samt enn betur í vikunni en þær hafa gert hingað til. Þykktin á alla vega að haldast yfir 5400 metrum út vikuna. Það gæti verið betra - en þar sem meðalþykkt í júní [1981 til 2011] er aðeins 5420 metrar megum við sæmilega við una.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 11. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg220725b
  • w-blogg220725a
  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 1412
  • Frá upphafi: 2486717

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1252
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband