Af (alþjóða-)vorinu 2013

Nei, ekkert er fjallað um vorið og vorkomuna um heim allan. Við lítum hins vegar á meðalhita í Reykjavík á tímabilinu mars til maí, en það tímabil er á alþjóðavísu kallað vorið. Varla dettur nokkrum manni í hug að telja mars til vorsins hér á landi. En í góðu lagi er að líta á meðalhitann þessa mánuði - svona til að eiga samanburð við nágrannalöndin (nei - hann verður ekki gerður hér).

w-blogg010613

Hér sést meðalhiti alþjóðavorsins í Reykjavík frá 1866 til 2013. Hér teygjum við okkur aðeins lengra til baka í tímann heldur en venjulega því við komumst ekki í daglegar mælingar á árunum 1866 til 1870 - en meðaltöl voru samt reiknuð á sínum tíma.

Lengst til hægri má sjá lítið strik sem markar árið í ár, 2013. Með nánari skoðun sjáum við að þetta er kaldasta alþjóðavor í Reykjavík síðan árið 2000 (og þar með á öldinni). Munurinn á árinu í ár og árunum 1999, 2000 og 2006 er reyndar mjög lítill. Alþjóðavorið 1995 var hins vegar talsvert kaldara. Langkaldast var 1979 og munar miklu. Svo má ímynda sér að 1866 hafi verið enn kaldara. Meðalhitinn 1979 var 0,1 stig, en er nú 3,0 stig. Alþjóðavorið var hlýjast 1974, 6,0 stig.

Hitinn í ár er mjög svipaður og algengt var fyrir um 15 til 20 árum, meðalhiti 1961 til 1990 er 3,2 stig. Á hlýja tímanum 1931 til 1960 var meðalhiti alþjóðavorsins 3,8 stig í Reykjavík og áranna 2001 til 2010 var hann 4,4 stig.

Listi yfir alþjóðavorshita í Reykjavík frá ári til árs er í viðhenginu - fyrir nördin. Leitnisinnar mega vita að hún er 1,1 stig/100 ár.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 1. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 1800
  • Frá upphafi: 2466921

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1649
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband