22.5.2013 | 01:13
Molar um þrumuveður (seigt)
Skýstrokkarnir í Bandaríkjunum hafa áfram verið í fréttum í dag (þriðjudaginn 21. maí). Í pistli í gær voru sýnd kort af grunnstöðunni. Til að stórt þrumuveðrakerfi myndist er nauðsynlegt að loft komi að úr að minnsta kosti tveimur áttum og auk þess sé lóðréttur vindsniði til staðar þar sem loftstraumarnir tveir mætast.
Vestra verða þrumukerfin hvað illskeyttust þegar loft sunnan af Mexíkóflóa mætir þurru lofti að vestan. Vestanloftið má gjarnan vera hlýtt. En við skulum hér líta á það hvernig lóðréttum stöðugleika er háttað þegar stefnumótið heppnast. Myndin er fengin úr kennslubók eftir Ronald Stull - þekktan og góðan fræðara.
Þetta er mikill stafli og sýnir lagskiptingu lofts frá jörð og upp í veðrahvörf. Í Bandaríkjunum eru þau gjarnan í 12 til 15 km hæð á þessum árstíma, jafnvel hærra uppi. Nú reynir nokkuð á athyglina.
Raka loftið neðst er komið sunnan frá Mexíkóflóa og er í rauninni mjög hlýtt - mælt á hitamæli. En það er samt ekki nógu hlýtt til þess að rísa upp af sjálfsdáðum og ryðjast upp í gegnum næsta lag fyrir ofan - það sem merkt er sem stöðugt. Þar stígur mættishiti ört með hæð, þetta loft er þurrt og hlýtt eins og Þriðja lagið. Það verður að vera minnsta kosti það hlýtt að það geti legið ofan á raka loftinu. Mættishiti þess er þar með hærri í því þurra heldur en því raka.
Efsta lagið er merkt sem kalt - það er það auðvitað á mæli en mættishiti þess er samt að minnsta kosti jafnhár og lagana tveggja fyrir neðan. Við köllum það þó kalt vegna þess að það er kaldara heldur en loft sem liggur jafnhátt til hliðar utan við myndina. Reyndar er eina krafan sem við gerum til efri laganna tveggja sú að mættishiti hækki lítið upp í gegnum það sem liggur ofan á stöðuga laginu - allt til veðrahvarfa.
Aðalatriðið er nú þetta: Raka loftið er þrungið dulvarma auk þess sem það er hlýtt (jafngildismættishiti þess er mjög hár). Um leið og dulvarminn losnar (t.d. vegna uppstreymis vegna sólarhitunar yfirborðsins) hækkar mættishiti í raka loftinu svo mikið að hann verður meiri heldur en nokkurs staðar á leiðinni upp til veðrahvarfa. Loftið missir hald og streymir óhindrað upp á við. Við það losnar meiri og meiri dulvarmi.
Sé vindur enginn er líklegt að aðeins myndist stórir þrumuklakkar á stangli en ekki stór kerfi. Vindurinn sér bæði um það að halda aftur af fyrstu stigum uppstreymisins (með blöndun) og að sjá til þess að aðfærsla bæði raka- og þurra loftsins haldi linnulítið áfram - afgreiði fóðrið.
Það er mikið atriði að boginn sé spenntur til hins ítrasta áður en allt veltur yfir sig. Því meira verður veðrið að lokum. Best tekst til þegar vindur er mjög misjafn í hinum ýmsu hæðum. Gríðarlegt upp- og niðurstreymið getur þá aflagað vindinn á ýmsa vegu, búið til lóðréttan snúning úr láréttum eða dregið niður hvassa vinda úr þurra- eða kalda loftinu á myndinni.
Þá geta skýstrokkar myndast - en líka svonefndir fallsveipir (microburst) og fallgarðar (derrecho). Allir þessir sveipir eru varasamir - skýstrokkarnir þó sýnu verstir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 22. maí 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 11
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 1752
- Frá upphafi: 2466873
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 1607
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010