Bíðum enn eftir hærri hita

Hæsti hiti ársins, það sem af er, mældist á Dalatanga 1. mars, 15,7 stig. Við bíðum enn eftir hærri tölu. Í fyrra var hæsti marshitinn 20,7 stig og mátti bíða til 23. maí eftir hærri hita. Nú biðjum við bara um 16 stig - af hógværð.

Lítum á mynd sem sýnir hæsta hita hvers dags á landinu frá áramótum.

w-blogg150513

Lóðrétti ásinn sýnir hita en sá lárétti daga frá áramótum. Til að auðvelda lesturinn hafa mánaðamót verið sett inn sem rauðar lóðréttar strikalínur. Ef svarið væri ekki gefið væri ekki auðvelt að giska á hvaða árstíma við erum að horfa á. Reiknuð leitni er að vísu upp á við (0,01 stig á dag) - en tilfinningin er samt sú að fyrri hluti línuritsins sýni hærri hita en sá síðari. Sá dagur sem lægsta hámarkshitann á í janúar og febrúar sýnir 4,6 stig (13. janúar) en slatti af dögum á síðari hlutanum er talsvert fyrir neðan það.

Kaldastur er sá eftirminnilegi 5. mars þegar hiti komst hvergi upp fyrir frostmark á landinu. Um það kuldakast fjölluðu hungurdiskar um í mjög bólgnu máli - og ekki skal vottur af því endurtekinn hér.

Þegar þetta er skrifað hafa níu dagar í röð átt landshámarkshita yfir 10 stigum. Þetta hljómar því miður eins og um hlýindi sé að ræða - en meðalhiti síðustu 30 daga í Reykjavík er aðeins 3,2 stig. Það er 1 stigi undir meðallaginu 1961 til 1990, en 2,3 stigum undir meðallagi sömu daga ársins síðustu 10 ára (2003 til 2012). Sýnir kannski að við erum orðin góðu vön. Reyndar ... (?)


Bloggfærslur 15. maí 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2466873

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1607
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband