Meinlaust aprílveður

Þetta meinlausa veður í dag (laugardag) verður víst að flokkast undir kulda. Hámarkshiti á landinu rétt skreið yfir 5 stig og lægsta lágmarkið um -20 stig (á Brúarjökli). Á miðnætti var -14 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum og frost á láglendi um nánast allt land. Dægursveifla var lítil um landið vestanvert í skýjuðu veðri og norðaustanlands dregur snjórinn úr dægursveiflunni þar sem hann liggur. En vindur er hægur og veðrið því meinlaust (að slepptri laumulegri hálku sem varast ber).

Spákort morgundagsins (sunnudags 7. apríl klukkan 18) er líka rólegt að sjá. Það er fengið úr hirlam-líkani því sem danska veðurstofan rekur.

w-blogg070413

Mikið háþrýstisvæði er í námunda við Ísland og norður í höf en kröftug en þó minnkandi lægð suður af Grænlandi. Enn er frekar svalt í Evrópu, snjókomu spáð í Skotlandi og Írum þykir kalt - írska veðurstofan varar við kulda í nótt. Þýska veðurstofan er einnig í kuldagír. Þegar nánar er að gáð sjáum við -5 stiga jafnhitalínuna (blá strikalina) þvælast yfir Bretlandi og suður á Þýskaland.

Við sitjum við -10 línuna, hún er rétt norðan við land á kortinu. Þetta breytist lítið á mánudaginn í námunda við okkur. Á þriðjudaginn færist kuldinn í aukana og vindur vex, en ekki er enn hægt að sjá hvort hægt verður að tala um hret. Orðið felur í sér eitthvað meira heldur en hita rétt undir meðallagi og hægan vind. Páskarnir eru liðnir þannig að ekki er hægt að tala um páskahret - ætli hrafnahret sé það næsta í langri röð vorhretanafna?

Spár í dag (laugardag) eru heldur vægari varðandi hretið heldur en var í gær (sjá næsta pistil á undan þessum) - vonandi heldur sú þróun áfram. En það munar samt um 4 til 5 stiga kólnun frá því sem var í dag og öllu meiri vind.


Bloggfærslur 7. apríl 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 164
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 2173
  • Frá upphafi: 2466862

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband