Skilagleði

Í framhaldi af súpumynd gærdagsins á hungurdiskum má hér sjá sjávarmálsgreiningu bresku veðurstofunnar nú síðdegis í dag (páskadag 31.3. 2013 kl.18). Þar ríkir að vanda mikil skilagleði og þarf varla fleiri athugasemda við.

w-blogg010413

En þetta er svosem ekki ólíkt því sem haldið var að ritstjóranum í Björgvin fyrir nærri 40 árum. Að drepa skil var synd. Jafnvel var höstuglega spurt úr hverju þau hefðu drepist ef vantaði upp á töluna og dánarorsökin var ekki kristalklár. Nú á dögum er almenningi hlíft við tölvuspám eins og t.d. þessari hér að neðan.

Hún sýnir hæð veðrahvarfanna (í hPa) á sama tíma og kortið hér að ofan. Það er evrópureiknimiðstöðin sem reiknar. 

w-blogg010413b

Myndin batnar við stækkun. Sjá má útlínur Íslands inni í bláa flekknum rétt ofan við miðja mynd. Norðurhluti Spánar er lengst niðri í hægra horni.

Á myndinni sýnir blái liturinn há veðrahvörf - oftast hæðarhryggi eða fyrirstöðuhæðir. Guli liturinn sýnir lág veðrahvörf. Brúnt, fjólublátt og hvítt sýnir þá staði sem þau eru allra lægst. Yfir Íslandi ná veðrahvörfin upp í 195 hPa, í dag um 11,3 kílómetra hæð. Hvíti bletturinn sýnir að þar ná veðrahvörfin niður í 750 hPa, í dag um 2300 metra hæð.

Sunnan Íslands eru margar dældir í veðrahvörfin og auk þess langir borðar þar sem skiptast á hærri og lægri gildi. Þetta er auðvitað alveg jafnmikil súpa fyrir óvön augu og skilagleðikortið sýnir. Sennilega veldur litasúpan enn meiri ógleði heldur en skilasystir hennar hjá almennum lesendum - þeir verða bara að afsaka vondan smekk og óeirð ritstjórans.


Bloggfærslur 1. apríl 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 151
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 2160
  • Frá upphafi: 2466849

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 1999
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband