Kalt á meginlöndunum

Enn er kalt á meginlöndunum. Það má glögglega sjá á kortinu hér að neðan. Svartar heildregnar línur sýna þrýsting við sjávarmál en litafletir hita í 850 hPa-fletinum.

w-blogg260313a

Norðurskautið er ofarlega á kortinu, Ísland nærri miðju korts. Lengst til hægri má sjá Miðjarðarhafsbotna, allt Miðjarðarhafið er í brúnum og gulum litum. Guli liturinn byrjar við -2 stiga frost. Munum að 850 hPa-flöturinn er í 1300 til 1500 metra hæð víðast hvar. Öll Norður-Evrópa er undir bláa litnum og sömuleiðis Norður-Ameríka suður undir Mexíkóflóa - lengst til vinstri á kortinu. Hlýtt er þó yfir Bandaríkjunum suðvestanverðum. Það má líka taka eftir því að aðeins einn örsmár fjólublár blettur er á kortinu en þar er frostið í 850 hPa -25 stig eða meira. Í þessu fellst ákveðinn vorboði þótt liturinn eigi trúlega eftir að sýna meiri fyrirferð en þetta á næstunni.

Eins og að undanförnu er gríðarleg hæð yfir mestöllum norðurslóðum, hún er þó ekki eins öflug og hún var í fyrri viku. Mjög vaxandi lægð er suður af Nýfundnalandi. Hún á að komast niður undir 950 hPa á miðvikudag - það er óvenjulegt svona sunnarlega eftir jafndægur. Tiltölulega hlýtt er við Suðvestur-Grænland og við megum sæmilega við una.

Við Ísland suðvestanvert er dálítið lægðardrag - ritstjórinn sér ættarmót með því og páska- eða vorhretagjöfum ýmsum - rétt eins og svipmót er með litlum kettlingi og fullvöxnu tígrisdýri. Varla þó tilefni til ruglings og ekki gefa reiknimiðstöðvar kettlingnum mikla vaxtarmöguleika.


Bloggfærslur 26. mars 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 101
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 2110
  • Frá upphafi: 2466799

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 1955
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband