Þurrkur

Í dag (sunnudag) var mjög þurrt um landið sunnan- og vestanvert og svipuðu er spáð á morgun. Orðið þurrkur á reyndar tvenns konar merkingu. Annars vegar er það úrkomuleysi - oftast langvinnt en hins vegar lágt rakastig - jafnvel þótt skammvinnt sé. Rakastig er ekki alltaf lágt í úrkomuleysi. Spár segja að úrkomulítið verði mestalla vikuna sunnanlands - en á norðanverðu landinu snjói - ekki óalgengt það.

En rakastigið var lágt suðvestanlands í dag og verður á morgun. Það sést vel á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 06 á mánudagsmorgni.

w-blogg180313a

Rauðu litirnir sýna dulvarmaflæði frá yfirborði lands og sjávar í loft. Það er mun meira yfir sjó heldur en þurru landi. Ekki er skortur á vatni við yfirborð sjávar. En við skulum frekar taka eftir svörtu heildregnu línunum. Þetta eru jafnrakalínur í 925 hPa-fletinum og afmarka svæði þar sem rakastig er lágt. Ysta línan sýnir 60% raka og síðan er talið koll af kolli á 10% bilum. Það er 20% jafnrakalínan sem liggur suðvestur um Faxaflóa og síðan til austurs alllangt suður af Reykjanesi. Rakastig er undir 20% á stóru svæði.

Smáblettur, yfir Akranesi, sýnir 10% raka - og við þann blett stendur talan 9 - það er 9% raki. Við trúum þessu tæplega - frekast tilviljun í líkaninu. Nú er 925 hPa-flöturinn í rétt rúmlega 800 metra hæð. Rakastigið er ekki svona lágt niður undir jörð - þar sem sífellt gufar upp úr sjónum - en samt óvenju lágt. Rakastigið í Reykjavík fór niður í 33% fyrr í dag (sunnudag) og gæti farið ámóta neðarlega á morgun (mánudag). Þegar loft sem er 33% rakt og hiti er undir frostmarki kemur inn í stofuhita fellur rakastigið umtalsvert til viðbótar.

Margir finna fyrir óþægindum þegar loft er svona þurrt - rakastig innan við 20% innandyra. Sömuleiðis magnast hætta á gróðureldum þegar rakastig er mjög lágt langtímum saman og vissara er að fara vel með eld.


Bloggfærslur 18. mars 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 109
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 2118
  • Frá upphafi: 2466807

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 1963
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband