Frost yfir -20 stig - í fyrsta sinn í haust

Aðfaranótt þess 4. (mánudags) fór frostið í fyrsta sinn í haust í -20 stig á landinu þegar hitinn skaust niður í -21,5 stig á Brúarjökli. Það telst svo sem ekki til sérstakra tíðinda því landsdægurmet sama dags er -27,2 stig (Mývatn 1996). Við yfirgáfum -20 stigin í maíbyrjun í vor með maímetinu hræðilega. Það sem kom ritstjóranum meira á óvart er að þetta skyldi vera kaldasta nótt það sem af er ári á tveimur stöðvum á norðaustur- og austurhálendinu, bæði við Upptyppinga sem og á Eyjabökkum. Kaldari heldur en næturnar köldu í mars og apríl.

Landsmeðalhiti (í byggð) var ekki nema -1,5 stig nú á sunnudaginn en var þó hærri heldur en var í kastinu 1. maí (-2,6 stig). Mánudagurinn fjórði nóvember varð lítillega hlýrri (-0,9 stig) heldur en sá þriðji.


Bloggfærslur 5. nóvember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 1214
  • Frá upphafi: 2486123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1072
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband