Smávegis um lágmarkshitameting á árinu 2013

Nú er í lagi að fara að fylgjast með metingi um köldustu daga ársins. Það kom ritstjóranum satt best að segja á óvart að mánudagurinn 18. nóvember reyndist eiga lægsta lágmark ársins á 41 sjálfvirkri veðurstöð af 175 í pottinum. Þá var meðalhiti í byggðum -5,81 stig (svo reiknað sé með keppnisaukastöfum), en -7,20 ef hálendið er talið með.

Aðalkeppinauturinn, 5. mars, á lægsta árshita á 33 stöðvum - en byggðarmeðalhitinn var þó nokkuð lægri en nú á dögunum, -7,78 stig. Fimmti mars er þannig enn kaldasti dagur ársins. Þá fór hiti ekki upp fyrir frostmark á neinni stöð. Lægsta landsdagshámark (úff) í nóvember, hingað til, er 4,5 stig - mánudagurinn (18.) á það.

Janúar og febrúar í ár voru fádæma hlýir og árslágmarksveiði þeirra rýr, engin stöð í janúar og aðeins tvær í febrúar. Mars hangir enn á 75 stöðvarárslágmörkum en nóvember er þegar kominn upp í 61 stöð - og þriðjungur mánaðarins eftir. Mikið kuldakast í apríl nældi í 35 lágmörk og maí meira að segja tvö.

Algengt er að kaldasti dagur ársins sé í desember - við bíðum frekari tíðinda.

Allt með fyrirvara um mögulegar villur.


Bloggfærslur 21. nóvember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 1214
  • Frá upphafi: 2486123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1072
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband