Fárviðri í Norður-Noregi

Þegar þetta er skrifað (laugardagskvöldið 16. nóvember) er mjög snörp lægð að ganga inn yfir Norður-Noreg. Norska veðurstofan (met.no) segir frá fárviðri á strönd í Norðlandsfylkis. Myndin hér að neðan sýnir lægðina eins og hún var í hirlam-líkaninu kl.21 í kvöld.

w-blogg171113 

 Í spánni er lægðin 969 hPa djúp og fer á miklum hraða til austurs. Suður af henni er þétt þrýstilínuknippi - en það er ekki mjög fyrirferðarmikið og versta veðrið stendur því ekki lengi yfir á hverjum stað. Lægðin fór fyrir suðaustan Ísland síðastliðna nótt en hafði þá ekki náð sér á strik þótt talsvert snjóaði sums staðar á Suðaustur- og Austurlandi.

Lægðin fyrir norðan Ísland er hluti af háloftalægðardragi sem fer til suðausturs yfir landið á sunnudag. Þá gengur vindur hér á landi til norðurs og kólnar talsvert. Við sjáum að ekki er langt í -15 og -20 stiga jafnhitalínurnar í 850 hPa - við viljum sjá sem minnst af slíku.

Þykktin á um stund að fara niður fyrir 5040 metra á mánudaginn. Það dugir í frost um land allt og alvöru vetrarkulda. Hins vegar eru spár eitthvað óvissar um hitatölurnar. Hlýtt loft í háloftunum kemur tiltölulega hratt úr vestri og leggst yfir kuldann. Vonandi að það ástand beri ekki með sér frostrigningarleiðindi.


Bloggfærslur 17. nóvember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 1214
  • Frá upphafi: 2486123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1072
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband