Keđjumeđaltaliđ - taka 2: Mannađar og sjálfvirkar saman

Ţótt áhugi hins almenna lesanda á ţessu viđfangsefni virđist heldur takmarkađur skal haldiđ áfram. Ađeins eitt skref er tekiđ í dag. Viđ lítum á 365 daga međaltal mönnuđu stöđvanna og berum ţađ saman viđ ţćr sjálfvirku. Í báđum tilvikum eru teknar međ allar stöđvar í byggđ - alla daga.

w-blogg021013

Blái ferillinn sýnir međaltal sjálfvirku stöđvanna (sá sami og á mynd gćrdagsins), en sá rauđi er međaltal mönnuđu stöđvanna. Sjálfvirku stöđvarnar voru fáar til ađ byrja međ, voru ađ međaltali 30 áriđ 1997 en fóru yfir 100 stöđva markiđ seint á árinu 2006. Ţeim hefur ekki fjölgađ mikiđ síđan.

Mönnuđu stöđvarnar voru um 70 í upphafi tímabilsins, fćkkađi síđan hćgt fram til 2004, en ţá datt fjöldinn niđur fyrir 50. Eftir ţađ hélt fćkkun áfram og ţćr eru núna um 20.

Eins og sjá má eru ferlarnir nćrri ţví eins - en ekki ţó alveg. Ţetta býr til ákveđiđ vandamál varđandi samfellu mćlinganna. Viđ ţekkjum hana - en í hvora áttina á ađ „leiđrétta“?

Landsmeđalhiti hefur veriđ reiknađur allt aftur á 19. öld - hugsanlegt er ađ hnika röđinni allan ţann tíma. Hinn kosturinn er ađ hnika til međaltali sjálfvirku stöđvanna nćstu árin til samrćmis viđ „gömlu“ röđina.

Eins og sjá má af myndinni er mannađa röđin lengst af lítillega kaldari heldur en sú sjálfvirka - ađ međaltali munar hér 0,25 stigum. Lengi framan af er munurinn um 0,15 stig, viđ fćkkunina 2004 jókst hann í um 0,3 stig, en svo vill til ađ framan af ţessu ári eru rađirnar jafnar ađ kalla.

Ţessi sýndarmunur veldur ţví ađ leitni mannađa hitans er örlítiđ meiri heldur en ţess sjálfvirka, m.a. verđur til lítilsháttar leitni til hlýnunar í mönnuđu röđinni eftir 2005.

Toppurinn mikli 2002 til 2004 er jafnógurlegur, munar um 2 stigum á grunni hans og tindinum. Viđ tókum út aldarhnatthlýnun á 2 árum - og hrukkum langleiđina til baka. Ţetta ćtti ađ sýna vel hversu varlega verđur ađ taka skyndilegum hitabreytingum - ekki má kenna ţćr viđ eitt eđa neitt. Hvađ gerđist ţarna var reyndar umfjöllunarefni margra gamalla pistla hungurdiska - ţótt nćr allir hafi gleymt ţví. Feitastur í ţessu samhengi er sá sem birtist 27. október 2011 en ţeir eru fleiri.


Bloggfćrslur 2. október 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 114
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 1322
  • Frá upphafi: 2486231

Annađ

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 1161
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband