Óvenjuhlýtt

Hćđarhryggurinn sem var til umrćđu í síđasta pistli er sannarlega hlýr. Hann skilađi dćgurmeti fyrir landiđ 10. október en hiti mćldist 20,3 stig á Kollaleiru í Reyđarfirđi. Gamla metiđ, 19,2 stig, var sett á Teigarhorni 1937. Nokkuđ gamalt sum sé.

Ţađ má geta ţess ađ talan frá Teigarhorni stóđ sem opinbert met októbermánađar alls í nokkur ár eđa ţar til 19,4 stig mćldust á Húsavík 5. og 6. október 1944. Síđar kom í ljós ađ hiti hafđi fariđ í 19,6 stig á Seyđisfirđi á athugunartíma 6. október 1914 en ţar var ekki hámarksmćlir um ţađ leyti. Hiti mćldist í fyrsta skipti 20 stig á landinu ţann 6. október 1959, líka á Seyđisfirđi.

Síđan hefur hiti nokkrum sinnum náđ 20 stigum í október, mestur mćldist hann á Dalatanga ţann 1. áriđ 1973, 23,5 stig. Ţar sem talan er skráđ kl. 6 um morguninn er ţetta dćmi um mánađamet sem smámunasömum ţykja óţćgileg. Fór hitinn í 23 stig fyrir eđa eftir miđnćtti, ef ţađ gerđist fyrir miđnćtti eiga 23,5 stigin heldur heima í september? En reglur eru reglur, í uppgjöri hámarks- og lágmarkshita byrjar október kl. 18 ţann 30. september, allt eftir ţann tíma heitir október.

En auđvitađ vildum viđ helst fá hćrri tölu örugglega inni í október - og bíđum enn. Annars fór hiti í 20 stig eđa meira á ađ minnsta kosti 5 stöđvum 1. og 2. október 1973 sem ţýđir ađ Dalatangatalan er vel studd.

Tuttugustigin (20,3) á Kollaleiru í dag eru ţau fyrstu á landinu síđan 19. október 2007. Ţađ dugir ţó ekki í októbermet á stađnum, hiti hefur mćlst hćrri í október bćđi á sjálfvirku stöđinni (21,1 stig 26. október 2003) og á ţeirri mönnuđu (20,9 stig 15. október 1985).

En hlýindunum er ekki lokiđ. Ef trúa má spám eiga ţau ađ endast ađ minnsta kosti fram á sunnudag. Mćttishiti í 850 hPa verđur yfir 20 stigum alla dagana yfir hluta landsins ađ minnsta kosti. Ţegar ţetta er skrifađ (á fimmtudagskvöldi) er óljóst hvort sunnan- og vestanvert landiđ njóta góđs af - eđa sitja áfram í íviđ kaldara lofti undir öflugum hitahvörfum. Ţađ er ţó varla hćgt ađ kvarta undan ţví. En dćgurhámörk um ţetta leyti árs í Reykjavík eru í kringum 14 til 15 stig.

Í viđhenginu er tafla sem sýnir hćstu hámörk hita í einstökum ţrýstiflötum yfir Keflavík á árunum 1993 til 2012.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 10. október 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 119
  • Sl. sólarhring: 171
  • Sl. viku: 1327
  • Frá upphafi: 2486236

Annađ

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 1166
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband