Hiti - 365 daga keðjumeðaltal

Við reiknum fyrst daglegan meðalhita allra sjálfvirkra stöðva í byggð og búum síðan til 365-daga keðjumeðaltal. Reikningarnir ná yfir tímabilið janúar 1995 til júlímánaðar 2013.

w-blogg011013-sj-medalhiti365

Lóðrétti ásinn sýnir hita - í þessu tilviki meðaltal 365 daga. Lengst til vinstri er 31. desember 1995. Ártölin eru alltaf sett í enda ársins - þegar allir dagar hafa gefið upp sinn meðalhita. Þetta á þó ekki við ártalið 2013 - því ári er ekki alveg lokið. Síðasta tala línuritsins á við 19. júlí 2012 til 18. júlí 2013. Stöðvasafnið var frekar gisið fyrstu 2 árin og rétt að hafa það í huga. 

Græna línan sýnir leitni tímabilsins. Hún segir okkur að hiti hafi hækkað um 0,9 stig á tímabilinu öllu. Nú mun hver líta sínum augum á línuritið. Fáir munu þó komast hjá því að sjá hversu afbrigðilegur hitinn virðist hafa verið 2002 til 2004, hann skellur snögglega á sem einskonar holskefla miðað við aðrar sveiflur - og hjaðnar líka hratt. Síðan kemur óvenjuleg flatneskja. Í langtímasamhengi er hún mjög óvenjuleg - venjulega ganga allstórir öldufaldar og öldudalir yfir með 2 til 5 ára millibili - meira að segja á fyrri hlýskeiðum 20. aldar.

Við munum síðar líta á fleiri myndir af þessu tagi.


Bloggfærslur 1. október 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 121
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 1329
  • Frá upphafi: 2486238

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 1168
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband