Af hitamálum (12-mánaða keðjumeðaltal í Reykjavík)

Hvernig kom hitinn í Reykjavík árið 2012 út í samhengi fyrstu ára aldarinnar?

w-blogg290113

Lóðrétti ás línuritsins sýnir hita í °C, en sá lóðrétti tíma í árum. Punktarnir sýna 12-mánaða keðjumeðaltöl hita í Reykjavík. Fyrsti punktur markar árið 2000 (janúar til desember) en sá síðasti árið 2012 (janúar til desember).

Ef reiknuð er leitni í gegnum allt tímabilið fæst út hlýnunin 0,3 stig á áratug. Athugið vel að strangt tiltekið er óheimilt eða alla vega illa séð að reikna leitni í gegnum keðjumeðaltöl - því má ekki hafa þessa tölu eftir á almennum markaði. 

Á tímabilinu 2005 til 2012 hefur hitinn greinilega leitað upp - en ekkert slær samt út hlýindin miklu á árunum 2002 til 2004. Þessi miklu hlýindi drepa leitnina þó ekki. Takið eftir því að ef hún heldur áfram - og ekkert annað gerist - tekur 30 ár að komast upp í hæsta 12-mánaðatímabilið á myndinni. Auðvitað geta á þeim tíma komið ámóta hrinur niður á við. 

Munum að línurit sem þetta spá eitt og sér engu um framtíðina - merkilegt hvað margir eru samt á því.

Meðalhiti tímabilsins á myndinni (2000 til 2012) er 5,41 stig, hitinn árið 2012 var 0,13 stigum yfir því meðaltali. Meðalhiti í Reykjavík 1961 til 1990 er 4,31 stig, en meðaltalið 1931 til 1960 er 4,96 stig. 

En vestanáttin lætur enn á sér standa í vetur, skyldi hún hafa gleymst heima? Hvað skyldi febrúar gera?


Bloggfærslur 29. janúar 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 462
  • Sl. viku: 2044
  • Frá upphafi: 2466733

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1891
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband