Austnorðaustan

Nú grynnist lægðin mikla fyrir sunnan land. Djúpum lægðum fylgja krappar beygjur á þrýstilínum og þegar slaknar á þrýstikraftinum tekur tíma að losna við snúninginn sem dettur þá gjarnan í sundur í smáa hvirfla, bæði inni við lægðarmiðjuna sem og utar í námunda við skýjabakkann sem flestir kalla samskil hennar.

Við lítum á mynd sem tekin er á sunnudagskvöldi (27. janúar) kl. rúmlega 21.

w-blogg280113a

Útlínur Íslands eru teiknaðar á kortið. Suður (neðst) af landinu eru litlir sveipir í námunda við lægðarmiðjuna gömlu. Mikið þrumuveður gerði suður af landinu og jafnvel syðst á því líka síðdegis en sá bakki er að mestu úr sögunni.

Lægðarhnútur er fyrir austan land og stefnir til vestsuðvesturs (merkt með ör). Meðan hann fer hjá herðir á vindi og úrkomu yfir landinu norðan og austanverðu - og viðheldur hvassviðri á Vestfjörðum.

Á undan hnútnum er vindur af norðaustri - slær jafnvel í norður en ríkjandi vindátt er samt úr austnorðaustri - langt upp í veðrahvolfið.  

Austnorðaustanátt í háloftum er oft erfið viðfangs í veðurspám, veðurkerfi sem berast úr þeirri átt eru gjarnan frekar veigalítil á þrýstikortum og á gervihnattamyndum er erfitt að greina þau. Þrátt fyrir þetta er úrkoma stundum mikli áveðurs auk þess sem vindur leggst í mikla strengi en allgott veður og hægur vindur er á milli.


Bloggfærslur 28. janúar 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 518
  • Sl. viku: 2029
  • Frá upphafi: 2466718

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1876
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband