23.1.2013 | 01:12
Enn ein sprengilægðin (og fleiri verða þær í syrpunni)
Sprengilægð er ekki gott orð og verður að biðjast afsökunar á notkun þess í fyrirsögn - en þetta er hrá (eða lítt soðin) þýðing á enska heitinu bomb, sem orðasafn bandaríska veðurfræðifélagsins skilgreinir um það bil svona:
Lágþrýstisvæði (utan hitabeltis) sem dýpkar um meir en 24 hPa á einum sólarhring (meir en 1 hPa/klst að jafnaði). Skilgreiningin kom fyrst fram opinberlega í grein sem þeir Frederic Sanders og John R. Gyakum birtu í tímaritinu Monthly Weather Review 1980 [180, s.1589 til 1606]. Greinin á að vera opin á netinu. Taka má eftir því að í illþýðanlegri fyrirsögn hennar er orðið bomb haft í gæsalöppum - enda subbulegt. Það sló samt í gegn í enskumælandi löndum og víðar.
En hvað um það. Um helgina fjölluðu hungurdiskar um kröftuga lægð sem aldeilis féll undir þessa skilgreiningu, Hún dýpkaði um 53 hPa á einum sólarhring, 40 hPa á 12 klukkustundum og 15 á þremur klukkustundum. Sömuleiðis var fjallað um nokkur einkenni lægðadýpkunar af þessu tagi. Nú er ný lægð á svipuðum slóðum - ekki alveg jafn öflug - og rétt að hamra á að minnsta kosti einu einkennisatriði.
Við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðugleika veðrahvolfsins og gildir hún kl. 9 á miðvikudagsmorgni, 23. janúar.
Ef vel er að gáð sjást útlínur Íslands efst í hægra horni kortsins og Nýfundnaland er vinstra megin við miðju þess. Hér er fleygur lágra veðrahvarfa að ganga til austurs á móts við fleyg af röku og hlýju lofti. Þetta er hin kröftuga blanda. Fjólublái liturinn sýnir svæði þar sem mættishiti veðrahvarfanna er lægri heldur en mættishiti í 850 hPa yrði - ef allur raki þess þéttist (dulvarmi loftsins losnaði). Kort þetta hefur þann kost að hér sjást bæði þessi mikilvægu atriði sprengjuuppskriftarinnar í sjónhendingu.
Lægðarmiðjan er samkvæmt spánni um 963 hPa á þessum tímapunkti en á korti sem gildir klukkan 18 er hún komin niður í 952 hPa, hefur dýpkað um 11 hPa á 9 klukkustundum - En mesta 24 klukkustundadýpkunin er samkvæmt spánni 37 hPa, vel inni á sprengjusvæðinu.
Gríðarlegur vindur fylgir - litlu minni en var í helgarlægðinni. Í 850 hPa má sjá 55 m/s þar sem mest er.
Þetta kort gildir klukkan 21 á miðvikudagskvöld og sýnir það hæð 850 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Vindur er sýndur á hefðbundinn hátt með vindörvum og lituðu svæðin sýna lágskreið hitahvörf - þar á meðal skilasvæði. Lægðin grynnist nokkuð ört eftir þetta en spár benda til þess að úrkomusvæði hennar nái alveg til landsins um síðir - trúlega síðdegis á fimmtudag.
Fleiri sprengjur eru að taka mið, jafnvel fleiri en ein. Ástand sem þetta er í boði kuldapollsins mikla yfir Kanada (Stóra-Bola) en hann sendir hvert kuldaskotið á fætur öðru út yfir hlýtt Atlantshafið um þessar mundir.
Bloggfærslur 23. janúar 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 31
- Sl. sólarhring: 473
- Sl. viku: 2040
- Frá upphafi: 2466729
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 1887
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010