Mikið um að vera á norðurhveli - eins og vera ber nærri sólstöðum

Enn lítum við á hefðbundið norðurhvelskort - það breytir stórlega um útlit frá degi til dags og sýður á flestum bylgjum. Kortið gildir um hádegi á laugardag 8. desember.

w-blogg061212

Ísland er rétt neðan við miðja mynd, nærri því ofan í einni stuttbylgjumiðjunni (laugardagslægðin). Sú situr óþægilega ofan á stórum hrygg og fellur hratt til suðausturs og suðurs á jaðri hryggjarins og styrkir kuldasvæðið á meginlandinu. Afleit og kröpp lægð er að komast suður á Miðjarðarhaf. Sú fór tíðindalítið hjá hér í dag (miðvikudag) - en er orðin illvíg þar suður frá. Þykkt er spáð niður undir 5200 metra á Ítalíu á sunnudaginn - það er efni í mikla snjókomu í inn- og uppsveitum.

Hér hvessir eitthvað í svip meðan laugardagslægðin skýst hjá en léttir fljótt til aftur þegar hæðarhryggur fylgir á eftir. Gríðarlegar sveiflur eru síðan í spám sem ná lengra fram í tímann og virðist lægðin sem á kortinu er langt suðvestur í hafi sé erfið viðureignar.

Heimskautakuldinn (fjólublár litur) sem var mestur yfir Síberíu fyrir nokkrum dögum hefur á kortinu fært sig yfir á vesturhvel og svæðið kringum norðurskautið. Hann heldur áfram að sullast um. Þótt hann sé ekkert á suðurleið að sinni hefur hann samt mikil áhrif á bylgjumynstrið með umbrotum sínum.


Bloggfærslur 6. desember 2012

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 2085
  • Frá upphafi: 2466774

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1932
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband