Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2024

Djúpar lćgđir

Nú eru allt í einu komin mánađamót, júlímánuđur 2024 liđinn. Viđ bíđum međ ađ tala um hann ţar til Veđurstofan hefur sent frá sér hiđ reglubundna yfirlit - og reynum ţá ađ gera grein fyrir hinum óvenjulága loftţrýstingi mánađarins - sem virđist ćtla ađ halda áfram nćstu daga. 

Hver lćgđin á fćtur annarri hefur veriđ nćrri landinu. Sú sem rćđur ríkjum í dag varđ sú dýpsta ţeirra. Greiningar reiknimiđstöđva segja hana fariđ niđur fyrir 970 hPa í gćr - ţá á suđvestanverđu Grćnlandshafi. Ţetta er óvenjulágur ţrýstingur í júlímánuđi. Í dag (fimmtudaginn 1.ágúst) er lćgđin heldur farin ađ grynnast.

w-blogg010824a

Kortiđ sýnir stöđuna nú á hádegi (evrópureiknimiđstöđin segir frá). Lćgđarmiđjan var ţá rétt viđ 60 gráđur norđur, 30 gráđur vestur og mjakađist í austur. Ţrýstingur í miđju er 984 hPa. Ţađ er lágt í júlí. Sunnan viđ miđjuna má sjá regnţykkni - ţađ er samfara nýrri bylgju úr vestri sem lćgđin er um ţađ bil ađ grípa. Bylgjan styrkir lćgđina og um hádegi á morgun á hún ađ vera um 977 hPa í miđju, ţá um 600 km suđur af landinu. Úrkomusvćđi bylgjunnar nálgast síđan og fer norđvestur yfir landiđ. Veldur vćntanlega einhverri úrkomu í öllum landshlutum - langmest ţó eystra. Nokkuđ hvessir um stund. 

Á laugardag hefur lćgđin hins vegar grynnst aftur - en heldur sig á svipuđum slóđum. Meiriháttar regnsvćđi eiga ţá ađ láta okkur í friđi - en alls ekki hćgt ađ lofa ţurrki um land allt. 

Önnur styrkingarlćgđ á síđan ađ koma úr vestri á sunnudag og ganga inn í gömlu lćgđina og dýpkar hún ţá enn á ný - ađeins austar en áđur. Spá reiknimiđstöđvarinnar segir dýpt í miđju fara aftur niđur fyrir 970 hPa á mánudag - ţá beint fyrir sunnan land - og ţeirri dýpkun fylgir ţá enn eitt stóra regnsvćđiđ sem fer norđur og vestur um landiđ - međ mestu úrkomumagni eystra. 

Úrkomuöfgavísar reiknimiđstöđvarinnar eru helst ađ leggjast á landiđ suđaustan- og austanvert - en vegna ţess ađ talsverđ óvissa er í komutíma og styrk allra ţessara framtíđarúrkomusvćđa er ţeim á ţessu stigi ekki mjög ađ treysta. 

Hvađ sem mönnum kann ađ finnast um úrkomuna er ţetta ađ ýmsu leyti athyglisverđ stađa og fremur fágćt. Viđ sem höfum lengi fylgst međ veđri og tíđ vitum ađ ţetta tíđarfar er hluti af heildarpakkanum - og hljótum ađ sćtta okkur viđ ţađ. 


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg041025a
  • w-blogg041025a
  • w-blogg021025a
  • w-blogg300925b
  • w-blogg300925a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 35
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 1737
  • Frá upphafi: 2503270

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1574
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband