Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Smávegis af febrúar

Afburðahlýr nóvember, mjög kaldur desember, kaldur janúar og hlýr febrúar. Nokkuð fjölbreytt veðurlagsröð. 

w-blogg020323a

Taflan sýnir hvernig hiti mánaðarins raðast meðal febrúarmánaða aldarinnar. Hann er ekki nærri neinum metsætum, en lendir samt í hlýja þriðjunginum á meginhluta landsins. Hiti telst hins vegar í meðallagi á Austfjörðum og Suðausturlandi. Illviðrasamt var fram eftir mánuðinum, en síðan gerði góða tíð, snjó og klaka tók upp af jörð - en ekki þó úr jörð. Töluverður jarðklaki mun víða liggja undir þíðu yfirborði og langt er enn til vors. 

Mars er kaldari heldur en febrúar að meðaltali um þriðja hvert ár, og sé febrúar hlýr (eins og nú) eru meir en 50 prósent líkur á að mars varði kaldari. Spágildi slíkrar tölfræði er þó ekkert - í hverju einstöku tilviki. Mars í ár er að vanda frjáls sem fuglinn. 

w-blogg020323b

Heildregnu línurnar á kortinu sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins í febrúar (evrópureiknimðstöðvargögn - Bolli P. gerði kortið). Daufar strikalínur sýna þykktina, en litir þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Sunnanátt er ríkjandi við Ísland og hiti vel yfir meðallagi. Enn hlýrra var þó við Bretland. Mjög kalt var vestur af Grænlandi. Styrkur suðlægra og vestlægra átta var talsvert yfir meðallagi. Hlýindi sunnanáttarinnar höfðu þó undirtökin í baráttu við kælandi áhrif vestanáttarinnar. Jafnhæðarlínurnar eru mjög þéttar - lægðagangur ákafur.

Ef við leitum að ámóta háloftamynstri í fortíðinni finnum við strax febrúar 1959, frægan illviðra og mannskaðamánuð. Svo vildi til að janúar hafði verið kaldur og hægur þá - rétt eins og nú. Mars var talinn hagstæður - eftir talsverðan snjógang í fyrstu vikunni. Nýliðinn febrúar var óvenjuþurrviðrasamur á Bretlandseyjum - rétt eins og febrúar 1959. Ættartengslin ná því í þessu tilviki víðar - háloftamynstrið málað stórgerðum dráttum. 

Reiknimiðstöðvar gera nú ráð fyrir kólnandi veðri. Það er þó alls ekki ráðið enn hvort um illkynjað kuldakast verður að ræða eða ekki - né heldur hversu langvinnt það yrði - ef af verður. Of snemmt er að fara að ræða um það á þessum vettvangi.


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband