Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023
1.12.2023 | 00:40
Hausthiti ekki fjarri meðallagi
Á Veðurstofunni er haustið tveir mánuðir, október og nóvember. Að þessu sinni var hiti þess ekki fjarri meðallagi þegar litið er á byggðir landsins í heild. Endanlegar tölur veðurstöðvanna koma frá Veðurstofunni í næstu viku, en í fljótu bragði sýnist sem það hafi að tiltölu verið kaldara fyrir norðan heldur en um landið sunnanvert. Sé miðað við síðustu tíu ár er meðalhitinn um 0,3 stigum neðan meðallags, en sé miðað við tímabilið 1991 til 2020 er hitinn 0,3 stigum ofan meðallags.
Myndin sýnir haustmeðalhita í byggðum landsins síðustu 200 ár. Þess verður þó að geta að fyrstu 50 árin eru nokkuð ágiskunarkennd - en þó ekki meir en svo að við vitum vel hvaða haust voru þá hlý og hver köld. Haustið er eina árstíðin þar sem ekkert eiginlegt hlýskeið er sjáanlegt á 19.öld. Hlý haust sem þá þó komu, raða sér ekki í fylkingar eins og síðar varð. Kuldinn sem reiknast haustið 1824 er harla ótrúlegur - en þó segir Klausturpósturinn (Magnús Stephensen):
Árgangur. Síðan ég í haust [1824] á bls. 164 f.á. Klausturpósts minntist á árferði hjá oss, hefir frá því seint í september til þrettánda jóla aldrei linnt mikilli kulda veðráttu, frostum og í mörgum sveitum miklum snjóa þunga og jarðbönnum, án þess nokkurn tíma fyrr hlánaði.
Við trúum Magnúsi auðvitað. Fleiri heimildir geta um þráviðri á þessum tíma. Einnig varð mjög kalt haustið 1841, sérstaklega í nóvember. Það staðfesta mælingar á fleiri en einum stað. Haustið 1917 - á undan frostavetrinum mikla 1918 var einnig mjög kalt.
Hlýnunin mikla um og uppúr 1920 var ekki eins eindregin á haustin og á öðrum tímum árs. Mjög hlý haust komu t.d. 1915 og 1920, áður en almennra hlýinda fór verulega að gæta. Frá og með 1931 duttu mjög köld haust út um nokkuð langa hríð og sérlega hlýtt var mörg haust í kringum 1960 (á frumveðurminnistíma ritstjóra hungurdiska). Eftir það kólnaði ótrúlega, sérstaklega frá og með 1966. Um miðjan áttunda ártuginn virtist vera að rétta við, en síðan varð aftur mjög kalt, kaldast haustið 1981. Þá bjuggust sumir við frostavetri (rétt eins og 1918), en hann kom ekki. Eftir það hefur farið hlýnandi. Síðustu 40 til 50 árin hafa haust hlýnað um 1,5 stig eða þar um bil, en við sjáum að hlýnun (frá 1873) er einmitt svipuð. Það er afskaplega óheppilegt að byrja hérlenda leitnireikninga um 1980 eins og víða sést gert (sérstaklega í útlendum heimildum). Leitnireikningar segja ekkert um framtíðina, en við getum samt staðfest að haust síðustu 200 ára hafa hlýnað um 2 stig - eða þar um bil.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010