Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Smávegis af maí

Smávegis af maí meðan við bíðum eftir tölum Veðurstofunnar. Svo sýnist sem flest hafi verið nærri meðallagi í maí. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,8 stig, +0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi var hiti rétt neðan meðallags sama tímabils, en mest undir því á miðhálendinu. 

w-blogg010620a

Kannski snjór/snjóbráð sé að tefja vorhitann á hálendinu. Hiti þar er í 13.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni, en annars er hann yfirleitt í 8. til 10.sæti. 

w-blogg010620b

Hér má sjá byggðahita maímánaðar síðustu 200 árin eða svo, ekki þó mikið að treysta á tölurnar fyrir 1874. Við sjáum að nýliðinn maí er í miðjum hóp, svipað og hitinn bæði 2019 og 2018, en nokkru kaldara var nú heldur en í maí 2017 - en aftur á móti talsvert hlýrra en 2015 en sá mánuður var sá kaldasti um nokkuð langt skeið. Við sjáum að maí 1979 sker síg mjög úr fyrir kulda sakir - eins og flestir sem hann lifðu muna vel. Hann var að mestu sér á parti - það er aðeins maí 1866 sem reiknast kaldari. Einnig var mjög kalt í maí 1949 (eins og mikið var talað um í æsku ritstjórans - þar til maí 1979 sló hann út. 

Maímánuðir þessarar aldar hafa (þrátt fyrir hin almennu hlýindi) ekki alveg náð meðalgæðum almanaksbræðra sinna á árunum kringum 1930 til 1940. Hvað þetta varðar er maí nokkuð sér á parti meðal annarra almanaksmánaða. 

Þegar upp var staðið var úrkoma um landið suðvestanvert nærri meðallagi - en undir því fyrir norðan. Sólskinsstundir voru ívið fleiri en í meðalári í Reykjavík - einkum vegna fáeinna óvenjulegra sólardaga á stangli. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband