Bloggfćrslur mánađarins, maí 2017

Hiti í apríl nćrri međallagi (á landsvísu)

Međalhiti í byggđum landsins í nýliđnum apríl reiknast 2,2 stig og er ţađ -0,4 stigum undir međallagi síđustu tíu ára, en +0,6 yfir međallagi áranna 1961 til 1990. Hann var +0,4 stigum ofan međallags 80-ára, 1931 til 2010. 

Öldin, ţađ sem af er hefur almennt gefiđ okkur nokkuđ hlýja aprílmánuđi sé boriđ saman viđ lengri tíma.

Landsmeđalhiti í apríl 1823 til 2017

Myndin sýnir landsmeđalhita allt aftur til 1823. Hafa verđur í huga ađ tíminn fyrir 1874 er harla óviss, breytileiki milli ára er ţá vafalítiđ ofmetinn vegna ţess hversu fáar stöđvar mćldu. Vonandi nást smám saman betri tök á ţessu tímabili ţegar vinnsla mćlinga verđur lengra komin en nú er. 

Langkaldasti aprílmánuđurinn, 1859, er reyndar mjög frćgur ađ endemum. Veturinn kallađur „álftabani“. Mćlingar norđanlands og í Stykkishólmi sýna gríđarlegan kulda fram yfir ţann 20., en ţá kom bati. Í Reykjavík var skárra - en ţví miđur vantar ţetta ár í mćlingar í Vestmannaeyjum. Ekki er vafi á hlýindum í apríl 1852, en kannski slćr ađeins á ţau ţegar fleiri stöđvar bćtast viđ. 

Ţađ er apríl 1974 sem er hlýjastur - eins og langminnugir muna. Ţađ er eftirtektarvert ađ hlýskeiđiđ mikla á 20. öld er alveg „sundurklippt“ í apríl, Kaldir aprílmánuđir voru viđlođandi landiđ árum saman frá 1947 til 1953. 

Leitni yfir tímabiliđ allt reiknast 1,0 stig á öld - gríđarmikiđ auđvitađ, en hún verndar okkur ekki frá illu. Framtíđin er algjörlega óháđ henni einni og sér, auk ţess sem breytileiki milli ára og tímabila getur faliđ hana langtímum saman eins og sjá má á myndinni.

Ţessi mynd á ađ sýna landiđ allt - en í raun er töluverđur munur á leitni á landinu sunnan- og norđanverđu. Hafístengdir vorkuldar 19. aldar voru vćgari syđra - ađ vísu ekki alltaf en ţó ţannig ađ ţađ kemur vel fram í međaltölum. Leitni Reykjavíkurhitans (ţó vafasamt sé ađ reikna hana) virđist ţannig nokkru minni en landsleitnin. 

Viđ lítum e.t.v. á ţađ mál fljótlega - ef ritstjóri heldur striki. 


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg210120c
 • w-blogg210120b
 • w-blogg210120b
 • w-blogg220120a
 • ar_1862p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.1.): 18
 • Sl. sólarhring: 675
 • Sl. viku: 3181
 • Frá upphafi: 1883455

Annađ

 • Innlit í dag: 17
 • Innlit sl. viku: 2739
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband