Bloggfćrslur mánađarins, mars 2015

Sama áfram?

Miklir umhleypingar hafa veriđ ríkjandi í vetur og ekki er tilefni til ađ ćtla ađ ţeim sé lokiđ. Eftir 2 til 3 daga hlé heldur lćgđaumferđin áfram. Ţađ verđur ţó ađ segjast eins og er ađ ţessi leiđindatíđ hefur ţrátt fyrir allt ekki reynst sérlega illkynjuđ. En ekki er allt búiđ - langt er enn til sumars.  

En gangurinn er býsna mikill, lćgđir bćđi djúpar og tíđar. Reiknimiđstöđvar eru í stórum dráttum sammála um tvćr ţćr nćstu. Ţćr eiga ađ plaga okkur á miđvikudag og síđan á föstudag eđa laugardag. 

Viđ lítum hins vegar á međalspá evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir nćstu tíu daga, spáin nćr frá hádegi ţess 1. og til hádegis 10. mars. 

w-blogg020315a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en jafnţykktarlínur eru strikađar. Litirnir sýna ţykktarvikin og ţar međ vik hita í neđri hluta veđrahvolfs frá međaltalinu 1981 til 2010. 

Gríđarlega mikil neikvćđ vik sitja yfir Labrador og teygja sig ţađan til austurs langt út á Atlantshaf og ná reyndar alveg til okkar. Vikiđ yfir Íslandi er í kringum -50 metrar. Ţađ ţýđir ađ hiti í neđri hluta veđrahvolfs verđur um -2,5 stigum undir međallagi ţessa tíu daga. Ţađ er ţó ţannig ađ vegna uppruna loftsins - ţađ er orđiđ mjög óstöđugt ţegar til Íslands er komiđ - er líklegt ađ vikin í neđstu lögum verđi íviđ minni en ţetta - en hiti samt lítillega undir međallagi tímabiliđ í heild.

Ţađ munu skiptast á snögg landsynningsveđur - oftast međ rigningu og skammvinnum hlýindum og svo útsynningur - býsna harđur suma dagana međ snjógangi og almennum leiđindum. Svo gćtu fáeinir hćgir norđanáttardagar skotist inn á milli. 

Sem sagt - sama áfram. 


Vetrarhitinn - til ţessa

Alţjóđaveđurfrćđistofnunin skilgreinir veturinn sem ţrjá mánuđi, desember, janúar og febrúar. Hér á landi eru vetrarmánuđirnir fjórir, ekki nokkur leiđ ađ telja marsmánuđ til vorsins. Ţađ er ţó fróđlegt ađ líta á hver međalhiti „alţjóđavetrarins“ er (strangt tekiđ „alţjóđanorđurhvelsvetrarins“) hér á landi. Ţađ hafa hungurdiskar gert áđur á sama tíma árs.

Nú er febrúar liđinn og (bráđabirgđa-)tölur liggja á borđinu. Ritstjóri hungurdiska reiknar landsmeđalhita í byggđ mánađarlega sér til hugarhćgđar - en ekki er víst ađ ađrir sem reikna fái sömu útkomu - sömuleiđis er ekki víst ađ nákvćmlega sama ađferđ verđi notuđ ađ ári. 

Útkoman í ár er -0,9 stig. Ţetta er lćgsta tala síđan (alţjóđa-)veturinn 1999 til 2000, en ţá var međalhitinn -1,1 stig. Ţađ munar reyndar litlu á hitanum nú og 2002, 2004 og 2005. 

Myndin hér ađ neđan sýnir landsmeđalhita alţjóđavetrarins á landinu aftur á 19. öld.

w-blogg010315-althjodavetur

Lárétti ásinn sýnir árin, en sá lóđrétti hita. Takiđ eftir ţví ađ lárétti ásinn er slitinn í sundur á milli -6 og -8 stiga til ţess ađ koma vetrinum 1880 til 1881 inn á blađiđ. Kaldasti mánuđur ţess vetrar var reyndar mars - og dró hann međaltaliđ enn neđar. Frostaveturinn 1917 til 1918 teygir sig niđur undir slitiđ á kvarđanum. 

Súlurnar sýna hita einstakra vetra, en rauđa línan sýnir 10 ára keđjumeđaltal. Örin bendir á 2015, töluvert kaldari en í fyrra og mun kaldari en 2013. Međalhitinn nú er +0,3 stigum yfir međallaginu 1961 til 1990, -0,4 stigum undir međallagi síđustu tíu ára og -0,1 stigi undir međallaginu 1931 til 1960. 

Litla línuritiđ til hćgri á myndinni sýnir 10-ára keđjumeđaltaliđ eitt og sér - á ţví kemur vel fram hvađ mikiđ hefur hlýnađ á tímabilinu. 

Á hlýskeiđinu 1925 til 1965 komu 15 (alţjóđa-)vetur ţar sem međalhitinn var undir -1,0 stigi. Slíkur hefur ekki enn komiđ á nýju öldinni - kemur samt einhvern tíma á nćstu árum - annars er illt í efni. 


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 1994
  • Frá upphafi: 2350863

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 1779
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband