2.10.2025 | 23:33
Haustórói í veðrakerfinu
Haustórói er í veðrakerfinu þessa dagana. Þótt vestanvindabeltið hafi farið létt með að strauja tvo fellibylji úr suðurhöfum gefa leifar þeirra samt verulega orku norður um allt Norður-Atlantshaf. Mesta furða hvað reiknimiðstöðvum virðist hafa gengið vel að ráða við ástandið. Fellibyljirnir tveir, Humberto og Imelda, mynduðust óvenjunærri hvor öðrum jafnvel var útlit fyrir að þeir sameinuðust á einhvern veg í svokölluðum Fujiwhara-dansi, en eftir fáein dansspor gekk vestanvindurinn inn á gólfið og byljirnir fóru úr skorðum. Leifarnar hafa þó náð að mynda tvær lægðir.
Sú nyrðri er þessa stundina í óðadýpkun langt vestsuðvestur af Írlandi, var um hádegi um 993 hPa í miðju, en á að fara niður í 950 á morgun, og síðan jafnvel enn neðar aðfaranótt laugardags. Braut lægðarinnar liggur nærri norðvesturströnd Skotlands og hefur breska veðurstofan gefið út appelsínuviðvörun fyrir það svæði, býst við hinu versta.
Kortið sýnir tillögu evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna snemma á laugardagsmorgun (4.október). Þá á lægðin að verða hvað dýpst. Eins og við sjáum hefur hún áhrif á stóru svæði. Hér á landi hvessir nokkuð af norðri og gæti náð stormstyrk við Austfirði um tíma. Norðmenn búast líka við hinu versta og ritstjóranum sýnist að norska veðurstofan hafi flaggað rauðu á spásvæði allra syðst í landinu. Síðan segja spár að lægðin fari til suðausturs rétt við strönd Noregs, þá kemur væntanlega að dönum og hollendingum að taka fram litaspjöldin. Ritstjórinn hefur ekki enn séð flóðaviðvaranir á þeim slóðum, en þeim möguleika er ábyggilega velt upp. Má margfaldlega þakka fyrir það aukna öryggi sem sífellt batnandi spár hafa haft í för með sér. Á uppeldisárum ritstjórans í spánum hefði þessi staða auðveldlega getað breyst í martröð.
Leifar fellibylsins Imeldu hafa hér einnig náð að mynda aftur allöfluga lægð - eftir að straujárnið rétti alveg úr honum í dag. Örlög þeirrar lægðar eru nokkuð óljós. Það sjáum við best á því að lægðin beinir mjög hlýju og röku lofti til norðurs (rauða örin á myndinni), en á sama tíma streymir kalt loft úr vestri inn á sama svæði. Þetta er afskaplega eitruð staða. Við verðum að treysta því að reiknimiðstöðvarnar hafi á réttu að standa - en sú er tillaga þeirra að þessir tveir loftstraumar fari nægilega mikið á mis til þess að ekkert mikið verði úr því, en allur er samt varinn góður - segir ritstjórinn. Hann er hins vegar ekki endilega í fullum tengslum við raunveruleika nútímareiknilíkana - alinn upp á rýrara fóðri - þar sem jafnvel skammtímaspár fóru illa úr skorðum.
Svo virðist sem hlýindi úr vestri eigi að ganga inn á svæðið upp úr helginni og þrýsta að þeim kulda sem haustið er að reyna að búa til yfir norðurslóðum. Langtímaspár (sem eru auðvitað mjög óvissar) reyna að segja okkur af mjög sterkum háloftavindum um miðja vikuna og gangi þeir yfir Ísland. Rétt að fylgjast nánar með því - ef miðstöðvarnar skipta ekki um skoðun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 35
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 866
- Frá upphafi: 2502155
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 760
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2025
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning