Fyrstu 20 dagar septembermánaðar 2025

Eftir til þess að gera svala viku er hiti á landinu ekki svo fjarri meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 20 daga mánaðarins er 9,3 stig, +0,2 stig ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +0,1 stig ofan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 15. hlýjasta sæti (af 25) meðal sömu almanaksdaga á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar árið 2006 og 2010, meðalhiti þá 10,9 stig, en kaldastir 7,2 stig árið 2013. Á langa listanum raðast hiti nú í 44. hlýjasta sæti (af 152). Hlýjast var 1939, meðalhiti þá 12,0 stig, en kaldastir voru sömu dagar árið 1979, meðalhiti þá 5,3 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú 8,6 stig, -0.1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 en -0,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðausturlandi, hiti þar raðast í 11.hlýjasta sæti á öldinni (af 25), en kaldast við Breiðafjörð og á Vestfjörðum þar sem hitinn raðast í 17. hlýjasta sætið.

Jákvætt vik miðað við síðustu tíu ár er mest á Setri þar hefur hiti verið +0,8 stigum ofan meðallags, og +0,7 stig á Höfn í Hornafirði. Kaldast, að tiltölu, hefur verið á Hornbjargsvita þar er hiti -1,9 stig neðan meðallags.

Í Reykjavík hefur úrkoman mælst 55,7 mm og er það í meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 113,5 mm og er það meira en þreföld meðalúrkoma. Á Dalatanga hefur úrkoman mælst 353,7 mm, um þreföld meðalúrkoma og hefur aldrei mælst meiri sömu daga.

Sólskinsstundir hafa mælst 119,3 í Reykjavík, 37 fleiri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 40,9, 24 færri en í meðalári.

Þótt loftþrýstingur hafi verið fremur hár síðustu dagana er meðaltal fyrstu 20 dagana í lægra lagi, 1000,2 hPa í Reykjavík og í 177. sæti af 204.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg170925b
  • w-blogg170925a
  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 121
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 1367
  • Frá upphafi: 2499824

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 1241
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband