Fáeinar kaldar nætur

Nú stefnir í fáeinar svalar nætur á landinu og líklega frýs nokkuð víða. En svo virðist sem þetta líði mjög fljótt hjá og ekki fylgi nein veðurharka. Þess vegna er ekki hægt að tala um hret.

w-blogg170925a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hádegi á föstudag, 19.september. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, vindörvar sýna vindstyrk og stefnu og hiti er gefinn til kynna í litum. Kuldinn tengist kuldapolli sem er á ákveðinni leið til suðsuðausturs nokkuð fyrir austan land. Við sleppum því nokkuð vel - veðrið yrði talsvert verra færi pollurinn beint yfir landið. Strax á eftir hlýnar aftur að mun.

Hitinn í miðjum pollinum er sagður -36 stig. Færi slíkur kuldapollur beint yfir Keflavíkurflugvöll væri hann við það að teljast óvenjulegur fyrir september. Svona lágar tölur eru algengari norðan og norðaustan við land heldur en yfir Suðvesturlandi. Lægsti hiti sem við vitum um yfir Keflavík í september er -39 stig, mældist þann 29. árið 1969, í eftirminnilegum hríðarbyl á suðvestanverðu landinu. Fyrir nokkrum árum, þann 23. september árið 2020 mældist -37 stiga hiti í 500 hPa yfir Keflavík. 

Það er kannski hollt að líta á kortið þann kalda dag til samanburðar. 

w-blogg170925b

Við sjáum að sá kuldi sem spáð er nú er harla veigalítill miðað við þetta. Veðrið var hins vegar ekki svo slæmt. Í kjölfarið fór frostið þó í -9,5 stig á Þingvöllum aðfaranótt 25. Það er lægsti hiti sem við vitum um í byggðum landsins þann dag. [Að vísu eru dægurmet dagana í kring enn lægri, sett í eldri kuldaköstum. 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg170925b
  • w-blogg170925a
  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 248
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 1730
  • Frá upphafi: 2499060

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband