Jafndćgur á hausti - jafndćgur á vori

Nú nálgast jafndćgur á hausti, sól er ţá á yfir miđbaug jarđar - á suđurleiđ og heldur áfram á ţeirri leiđ ţar til hún kemur ađ hvarfbaug syđri á vetrarsólhvörfum. Orđiđ sólhvörf vísa til ţess vendipunktar - snýr viđ - og sefnir aftur til norđurs - ţegar hún fer hjá miđbaug á norđurleiđ eru vorjafndćgur. Ţađ er nokkrum dögum lengra frá vorjafndćgrum til haustjafndćgra heldur en frá haustjafndćgrum til vorjafndćgra. Jörđ er lengra frá sól ađ sumarlagi heldur en á vetrum - og gengur ţá ađeins hćgar um braut sína heldur en ţegar hún er nćst sólu um áramót. 

Ţegar til mjög langs tíma er litiđ breytist ţetta, sólnándardagurinn, sem núna er um 3.janúar (var reyndar 4.janúar í ár) fćrir sig lengra inn í janúar sem nemur um einum degi á um 58 árum (ađ jafnađi). Ţađ ađ viđ erum nćst sól á ţessum tíma árs skiptir okkur engu núna, ţađ er varla ađ sólin komi upp 3.janúar. Eftir svona 2500 til 3000 ár fer ţetta hins vegar ađ skipta máli - ţá er sólnánd í síđari hluta febrúar. Ţađ skipti líka máli fyrir um 3000 árum eđa svo - áđur en sólnándardagur hvarf yfir í skammdegiđ (snemma í nóvember) ţar sem hann hefur veriđ síđan. Fyrir um 6000 ţúsund árum var sólnándardagurinn enn sumarmegin jafndćgra. Ţá voru sumur hlýrri hér á landi en veriđ hefur síđan - ţađ munađi um sólnándina. Viđ vitum minna um hita ađ vetrarlagi á ţeim tíma - heldur óráđnari. 

En ţótt sólin ráđi mestu um gang árstíđasveiflu hitans er hún ekki alveg einráđ. Ţegar hún er hátt á lofti hitar hún yfirborđ lofts og sjávar smám saman. Ţessi varmi - sérstaklega sá sem vistast í sjónum geymist fram eftir sumri og hausti, lengi eftir ađ sól fer ađ lćkka á lofti. Ţessa gćtir mjög hér á landi og á meginlöndunum ţar sem ríkjandi vindáttir standa af sjó. 

Hér á landi er hlýjast um ţađ bil 4 til 5 vikum eftir sumarsólstöđur, viđ sjávarsíđuna austanlands jafnvel enn síđar. Í heiđasveitum á landinu norđaustanverđu er hins vegar hlýjast um 2 vikum eftir sumarsólstöđur - ţó ekki enn hćrra í landinu ţar sem snjór liggur enn í sköflum á ţeim tíma. 

Ţetta (rúmlega) mánađarmisgengi veldur ţví ađ mun hlýrra er hér á landi á haustjafndćgrum  í september heldur en á vorjafndćgrum í mars. Sól er reyndar örlítiđ nćr á vorjafndćgrum, en svo lítiđ ađ ţess gćtir ekki í hita. 

Viđ skulum nú líta á gróft dćmi um ţetta. Viđ reiknum međalhita í Reykjavík í 21. viku vetrar og 22. viku sumars. Jafndćgrin falla ađ jafnađi á ţessar vikur. Sumariđ er ađ međaltali ađeins lengra en veturinn í íslenska misseristalinu, aukanćtur teljast til ţess sem og sumaraukavikan sem skotiđ er inn til ađ halda jafndćgrum (og fyrsta sumar- og vetrardegi) á réttu róli til frambúđar. 

Tímabiliđ sem viđ veljum er 1921 til 2024. Viđ treystum okkur sćmilega til ađ reikna vikumeđalhita á ţví árabili. 

w-blogg100925a

Fyrst lítum viđ á međalhita í 21.viku vetrar (kringum vorjafndćgur). Viđ sjáum enga leitni í hitanum. Reyndar er kaldasta 21.vika tímabilsins alls áriđ 2023 - viđ munum e.t.v. eftir ţví ađ um ţćr mundir féll óvenjulegt snjóflóđ í Neskaupstađ - varla tilviljun - (eđa hvađ). Sú síđasta (2025) var sú fjórđa eđa fimmtahlýjasta. Rauđi ferillinn sýnir 10-árakeđjur. Ţar sést kalda tímabiliđ síđustu 20 ár 20. aldar vel, munar hátt í 2 stigum hvađ ţađ tímabil er kaldara en önnur. Ţađ má minna á ađ Reykjavík slapp mjög vel í gegnum hafísárin svokölluđu (1965 til 1971), mun betur en flestir ađrir landshlutar. Um ţađ mál hefur veriđ fjallađ á hungurdiskum áđur. 

En lítum nú til haustsins.

w-blogg100925b

Hér er miđađ viđ 22. viku sumars í kringum haustjafndćgur. Breytileikinn er mun minni heldur en á vorjafndćgramyndinni. Smávegis leitni reiknast - en varla marktćk ţó. Mjög kalt var haustin 1922 til 1924, upphaf hlýskeiđsins mikla var síđar á ferđ á haustin heldur en á öđrum tímum árs, en tók síđan rćkilega viđ sér. Ódćma hlýtt varđ síđan í september 1939 og 1941 og ţess gćtir í 22. viku sumars ţessi ár. Á kuldaárunum var 22.vika sumars líka köld - rétt eins og 21. vika vetrar. 

Ađ lokum tökum viđ báđa 10-áraferlana og berum ţá saman.

w-blogg100925c

Efri ferillinn sýnir haustjafndćgrahitann, en sá lćgri hitann viđ vorjafndćgur. Ţađ er smávegis samsvörun í ferlunum, en ekki ţó mikil. Međalhiti í Reykjavík á vorjafndćgrum er 1,3 stig, en 7,7 stig á haustjafndćgrum. Ţađ munar 6,4 stigum. En ţađ gengur hratt á varmabirgđirnar. Rúmum mánuđi síđar, í fyrstu viku vetrar, er međalhitinn 3,0 stig, hann er enn 1,7 stigi hćrri heldur en hitinn á vorjafndćgrum - ţótt kólnađ hafi um 4,7 stig á 5 vikum. 

Viđ vitum ekki hvađ gerist í hlýnandi veđurfari á heimsvísu. Viđ vitum ekki hvort misvćgis er ađ vćnta í hita vor- og haustjafndćgra - en slíkt misvćgi hefur alla vega ekki enn sýnt sig. Hreyfingarnar sem viđ sjáum á ţessari mynd virđast býsna tilviljanakenndar.  


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg100925c
  • w-blogg100925b
  • w-blogg100925a
  • w-blogg080925vb
  • w-blogg080925va

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 16
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1072
  • Frá upphafi: 2496990

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 927
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband