Sumardagafjöldi í Reykjavík 2025

Talning „sumardaga“ í Reykjavík og á Akureyri hefur verið fastur liður á bloggi hungurdiska frá því 2013. Uppgjörið hefur ætíð verið gert um mánaðamótin ágúst-september. Að meðaltali er aðeins einn dagur í september í Reykjavík sem nær þessum (algjörlega) tilbúna staðli ritstjórans. Skilgreiningu á hungurdiskasumardegi má finna í pistli [20.júní 2013] - (nokkuð frjálslegt - enda er þetta bara leikur).

Ritstjórinn hefur neyðst til þess að hætta talningu sumardaga á Akureyri. Ástæðan er sú að mannaðar athuganir hafa verið felldar niður þar á bæ. Jú, það væri vel hægt að nota sjálfvirkar athuganir auk athugana frá flugvellinum - en eftir smáíhugun hefur ritstjórinn komist að þeirri niðurstöðu að það sé viðfangsefni yngri veðurnörda að búa til annað ámóta kerfi - kannski hefur ekkert þeirra áhuga á því - en það verður þá bara að hafa það.

Sumarið 2025 var nokkuð óvenjulegt, í maí voru sumardagarnir sjö, sex fleiri heldur en í meðalári og hafa aldrei verið svo margir í þeim mánuði. Júní var mun daufari. Að meðaltali eru þó ekki nema 5 sumardagar í þeim mánuði að jafnaði, voru fjórir að þessu sinni. Í júlí eru sumardagarnir að meðaltali 12, en voru 8 að þessu sinni. Í ágúst voru sumardagarnir 14 og er það sex fleiri en í meðalári. Að meðaltali er aðeins einn sumardagur í september, en eftir spám að dæma virðast líkur vera nokkrar á að þeir gætu orði fleiri að þessu sinni. Myndi slíkt þá enn bæta ásýnd sumarsins.

 

w-blogg310825-sumardagafjoldi-rvk

Sumardagar í september hafa flestir orðið 11. Það var árið 1958. Slík viðbót er ekki líkleg nú - en kæmi þá sumrinu upp í hóp þeirra gæfustu. Lengst til vinstri á myndinni hefur verið gerð tilraun til þess að telja sumardaga áranna 1936 til 1948. Ekki er víst að sú talning sé fyllilega samanburðarhæf hinni „venjulegu“ talningu, en ætti samt að sýna innbyrðis mun á mánuðum og árum þess tímabils. Sumrin 1936, 1939, 1941 og 1944 skora öll sérlega vel og keppa við bestu sumur þessarar aldar í fjölda sumardaga í Reykjavík. 

Síðan er „sumareinkunn“ hungurdiska - ritstjórinn reiknar hana eftir að Veðurstofan hefur reiknað meðalhita, úrkomusummu og talið úrkomudaga og sólskinsstundir bæði í Reykjavík og á Akureyri (jú, þar ráðum við við Akureyri líka). Ekki er fullvíst að hún segi nákvæmlega sömu sögu (en það kemur í ljós).

En við minnum á að þetta er aðeins leikur - við gætum notað aðrar skilgreiningar og fengið út allt aðrar tölur. Ef svo ólíklega fer að sumardagar „hrúgist inn“ í september (og október) verður myndin endurskoðuð.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg310825-sumardagafjoldi-rvk
  • w-blogg280825b
  • w-blogg280825
  • w-blogg250825ib
  • w-blogg250825ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 28
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 1582
  • Frá upphafi: 2494909

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1408
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband