28.8.2025 | 23:59
Af hlýjum dögum í Reykjavík
Það er einhvern veginn tilfinningin að hlýir dagar hafi verið óvenjumargir í Reykjavík það sem af er ári. Hér er reynt að komast að því hvort sú tilfinning á við eitthvað að styðjast.
Til að losna við árstíðasveifluna lítum við á hlýja daga hvers mánaðar fyrir sig. Við gerum miklar kröfur - og horfum til langs tíma. Hægt er að reikna meðalhita hvers dags í Reykjavík með sæmilegri nákvæmni aftur til 1920. Við byrjum í janúar 1921 og teljum allt fram til þess 27.ágúst 2025. Til athugunar eru því rúmlega þrjú þúsund dagar í hverjum mánuði. Við veljum nú aðeins þá 20 hlýjustu í hverjum almanaksmánuði, vel innan við 1 prósent allra daga mánaðarins. Býsna hörð keppni að komast í þann hóp.
Við teljum nú hversu mörgum dögum af þessu tagi hvert ár hefur náð til sín. Myndin hér að neðan sýnir það.
Við sjáum að algengast er að slíkir dagar séu einn til tveir á ári. Fjölmörg ár eiga engan slíkan dag. Það var sérlega algengt á síðustu tveimur áratugum 20. aldar. Síðan urðu mikil umskipti. Á þessari öld eru aðeins tvö ár, 2016 og 2022 sem hafa alveg misst af slíkum (ofurhlýjum) dögum. Á hlýja tímabilinu frá 1939 og fram til 1965 skila allmörg ár meira en 4 dögum á ári í safnið, toppurinn er 1965, sem reyndar var fyrst hafísáranna svokölluðu og eitt hafísár til viðbótar, 1968, nær 5 dögum. Þá var sérlega hlýtt í bæði september og nóvember. Mikill klasi ára frá 2001 til 2010 er áberandi, hvert einasta ár nær fjórum eða fleiri ofurhlýjum dögum, síðan slær nokkuð af. Langflestum dögum nær árið 2004, hvorki meira né minna en 15. Í öðru sæti er síðan 2019 - og árið í ár, 2025 er þegar búið að næla sér í 9, jafnmarga og 2019. Eitthvað er greinilega til í þessari tilfinningu sem minnst var á í upphafi.
Þessir hlýju dagar 2025 voru tveir í apríl, fjórir í maí, einn í júlí og tveir nú í ágúst. Það verður bara að sýna sig hvort árinu tekst að hala inn fleiri hlýja daga og komast í næstefsta sæti. Við verðum hér að hafa í huga að ekki er nema endanlegur fjöldi sæta í boði í þessari sérviskulegu keppni. Náist sæti í haust er því óhjákvæmilega stolið frá einhverju fyrra ári. Tæknilega gætu slíkir dagar síðar í haust allir komið frá árinu 2004 - það er því ekki öruggt með sína 15 daga - og munu trúlega fjaðrirnar reytast af því um síðir - þegar árunum fjölgar. Hins vegar nennir ábygglega enginn að endurtaka þessa talningu á sama hátt eftir 20 ár.
Vegna þess að ekki er beint samhengi á milli meðalhita ársins og tölu ofurhlýrra daga (slatti af mjög hlýjum dögum má sín lítils á móti miklum fjölda kaldra). Árið 1964 var því talvert hlýrra heldur en 1965 í Reykjavík - en ofurhlýir dagar voru samt færri. Við grípum því til 10-árakeðjumeðaltala og lítum á þau - myndrænt.
Niðurstöðu þeirrar æfingar má sjá á myndinni hér að ofan. Rauðbrúnu súlurnar sýna 10-ára keðjumeðaltöl talnanna á fyrri mynd, kvarðinn er til vinstri. Við sjáum að toppurinn sem nær hámarki á árunum 2001 til 2010 er miklu hærri heldur en topparnir tveir á hlýskeiðinu á 20.öld. Þeir falla annars vegar á árin 1939 til 1948, en hins vegar á árin 1959 til 1968. Síðustu ár hafa verið ámóta gæf á hlýja daga og þessi hlýindi fyrr á tíð - nokkuð slakari á tölunni heldur en áðurnefndur toppur á fyrsta áratugnum. Lágmarkið er hins vegar á árunum 1981 til 1990 - aðeins örfáir ofurhlýir dagar á þeim árum.
Rauði ferillinn (hægri kvarði) sýnir 10-árakeðju ársmeðalhitans. Toppar og lágmörk ferlanna tveggja falla ekki alveg saman, en samt í stórum dráttum. Það er helst sláandi að fall ársmeðalhitans eftir 2010 er ekki nándar nærri því eins mikið og fækkun ofurhlýrra daga gefur til kynna. Minnir þetta dálítið á pistil sem breska veðurstofan sendi frá sér um sumarið í sumar á Bretlandi. Það stefnir í að það verði hlýjasta eða næsthlýjasta sumar allra tíma þar í landi, en þó voru mjög hlýir dagar ekki sérlega margir miðað við það sem stundum hefur verið áður - og hitabylgjur skammvinnar. Eitthvað var talað um að hinn venjulegi sumardagur væri bara orðinn miklu hlýrri en menn ættu að venjast. Sumar án meta væri orðið hlýrra en vænta mætti. Ekki ætlar ritstjóri hungurdiska að gera þessi orð að sínum - alla vega ekki umhugsunarlaust. En lesendur mega gefa þessu gaum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 25
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 1767
- Frá upphafi: 2494227
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1570
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning