Veðrahvarfakort - og leifar fellibylsins Erin

Ritstjóranum þótti skemmtilegt nú í kvöld (mánudaginn 25.ágúst) að skoða veðrahvarfakort evrópureiknimiðstöðvarinnar. Þau sýna enn einhverskonar „auga“ í leifunum - en hafa verður í huga að reiknireglur þær sem notaðar eru til að teikna kortin eiga e.t.v. ekki við í tilvikum sem þessum - þær eru þrátt fyrir allt málamiðlun. Líkanið sjálft getur verið alveg rétt þrátt fyrir það. 

Við lítum á tvær myndir.

w-blogg250825ia

Svæðið á kortinu er hið sama og á hefðbundnu Atlantshafskorti, Ísland er rétt ofan við miðja mynd. Litirnir sýna mættishita í veðrahvörfunum. Oftast auðvelt að finna þau, en þó ekki alltaf. Mættishiti vex alltaf með hæð, því hærri sem hann er því ofar erum við (að jafnaði). Suður af landinu er lítill blár blettur. Þar er mættishitinn í veðrahvörfunum að sögn ekki nema 286 Kelvinstig (13°C), en yfir Íslandi sunnanverðu er hann hins vegar nærri 100 stigum hærri, 382 Kelvinstig (109°C). Mættishitinn segir okkur hvaða hita er að vænta gætum við dregið loftið niður í 1000 hPa. 

w-blogg250825ib

Síðari myndin sýnir í raun það sama - nema að við notum þrýsting í veðrahvörfunum til að segja okkur frá hæð þeirra. Í „auganu“ (við notum gæsalappir) er hann 968 hPa, reyndar hærri heldur en sjávarmálsþrýstingur í lægðarmiðjunni - eitthvað skemmtilegt hér á ferð. Yfir sunnanverðu Íslandi er þrýstingurinn í veðrahvörfunum hins vegar 131 hPa. Við erum komin í um 14 km hæð. 

Það er svo hlýtt í efri hluta veðrahvolfs yfir landinu að við getum eiginlega fullyrt að um hitabeltisloft sé að ræða. Líklega hittir þó ekki það vel í að við náum metum yfir Keflavíkurflugvelli - en það munar samt ekki mjög miklu. Í neðri hluta veðrahvolfs munar meiru - meira vantar upp á met. 

Veðurlagi sem þessu getur fylgt óvenjulegt skýjafar - þar sem náðarsamlegast myndast göt í lágskýjabreiðuna. Þetta verður ekki alveg jafnbólgið á morgun - en rétt samt að gefa skýjafari gaum. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg250825ib
  • w-blogg250825ia
  • sjor-og-loft bjarni-saem 1919-skyringarmynd-18
  • sjor-og-loft bjarni-saem 1919
  • w-blogg240825a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 34
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 1517
  • Frá upphafi: 2493361

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1339
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband