Leifar fellibylsins Erin

Undanfarna viku - rúma - var mjög öflugur fellibylur á ferð um Atlantshaf. Kerfið kom fyrst fram undan ströndum Vestur-Afríku, varð að hitabeltisstormi 11. ágúst og hreyfðist síðan til vestnorðvesturs yfir hafið. Náði um stund styrkleikanum fimm, en það er efsta styrkleikastig fellibylja. Fór miðjuþrýstingur þá stutta stund niður í 915 hPa. Síðan tók við stækkunarstund - það dró heldur úr vindhraðanum en kerfið stækkaði verulega og sveigði nú til norðurs og norðausturs. Þótt miðjan væri alltaf langt frá landi varð sjógangur mikill við austurströnd Bandaríkjanna og á eyjum Karíbahafs og þar rigndi sumstaðar verulega þegar kerfið fór hjá. Tjón varð talsvert. Kerfið fékk nafnið Erin - fimmta nafngreinda hitabeltiskerfi ársins, en það fyrsta sem náði fellibylsstyrk. 

Um síðir lenti kerfið svo í vestanvindabeltinu - en er svo stórt að enn er veruleg hringrás í því, þrýstingur í miðju lægðarinnar um 955 hPa og svo virðist sem vindur sé enn af fárviðrisstyrk á mjóu belti í suðurjaðri kerfisins.

w-blogg240825a

Kortið sýnir stöðuna í dag (sunnudag 24.ágúst kl.18) - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar. Lægðin er rétt norðan við 50. breiddarstig. Til morguns er gert ráð fyrir því að hún þokist norður á bóginn, en fari að grynnast. Reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir því að regnsvæðið norðan við miðjuna komist alveg norður fyrir Ísland. Það yrði síðdegis á morgun og annað kvöld (mánudag). Ekki er gert ráð fyrir miklum vindi (hugsanlega þó staðbundið). Á þriðjudag á lægðarmiðjan að komast norður undir 60. breiddarstig, en farin að grynnast. Síðan á hún að fara suðaustur til Bretlands og eyðist þar síðar í vikunni. 

Kerfinu fylgir mjög hlýtt loft, hversu mikið við njótum þess fer að nokkru eftir úrkomumagninu. Verði úrkoma ekki mikil gæti hiti á landinu skotist vel upp fyrir 20 stig, bæði vestan- og norðanlands. En rigni eitthvað sem heitir fer hluti hlýindanna í uppgufun á regndropum og bleytu - lækkar hita töluvert. En eins og oft er sagt - miði er möguleiki. 

Það er ekki oft sem við sjáum þrýsting undir 965 hPa á þessum árstíma í námunda við landið. Ágústlandslágmarksmetið er orðið gamalt, 960,7 hPa, sett þann 27. árið 1927. Um það merkilega tilvik er fjallað í pistli hungurdiska um árið 1927. Þá kom fyrsti fellibylur ársins við sögu. Kominn alla leið frá vesturströnd Afríku, rétt eins og Erin. Munurinn hins vegar sá að mjög hvasst varð á landinu, úrkoma mikil og gerði hálfgert hausthret í kjölfarið, alhvítt varð niður í miðjar hlíðar nyrðra - en þetta tók fljótt af. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg240825a
  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 329
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 1232
  • Frá upphafi: 2492890

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 1072
  • Gestir í dag: 279
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband